Flokkur: febrúar 2011

15.02.2011 02:13

Ábyrgð í nærveru sálar

Ábyrgð í nærveru sálar ..

nú er ný liðinn dagur ástarinar og hins ameríska draums fyrir flestum.

sumir upplifa þennan dag með kvíða.. yfir þeirri pressu að gera eitthvað sem "slær allt út" aðrir finna fyrir einsemdinni vegna þess að eiga ekki einhvern að deila þessum degi kærleika með.

Valentínusardagurinn hefur aldrei haft neina stóra merkingu fyrir mér.. en sumir leggja mikla áherslu á þessa tillidaga.

En Hvað er Kærleikur?

Ég get ekki talað fyrir aðra en sjálfa mig og ég tel að kærleikurinn á sinn stað á öllum sviðum lífsins.

En það sem mér hefur fundist gleymast er að beina kærleikanum soldið að okkur sjálfum. Segjum okkur hvað við erum æðisleg, klár og skemmtileg, Hvað við erum dugleg þegar við gerum vel og hrósum okkur þegar við gerum okkar besta. Huggum okkur við áföll og verum eigin styrkleiki þegar bjátar á.

Þegar þú hefur fundið kærleikan gagnvart sjálfum þér þá ertu tibúin að deila honum með öðrum.
Hversu vel hefur þú staðið þig gagnvart sjálfum þér?

Ég heyrði einu sinni snilldar setningu og ráðleggingu og hef ekki hikað við að koma því áfram

Kondu fram við sjálfan þig eins og þú vilt að komið sé fram við börninn þín.

Hvar liggja mörkinn þín gagnvart öðrum og hvernig viltu að sé komið fram við þig.

Elskaðu þig eins og þú ert því þú getur aðeins verið besta útgáfan af þér en ekki neinum öðrum.

Annað gott ráð sem ég hef tekið upp er að skrifa upp jákvæðar setningar á spegilinn á baðherberginu þannig að þegar ég vakna og fer að taka mig til þá les ég ósjálfrátt "Ég er æðisleg" ´"Ég elska þig" " eigðu góðan dag"  Og ég labba brosandi útaf baðherberginu mínu inn í daginn.

Furðuleg tilhugsun til að byrja með að taka þetta upp..en sé ekki eftir því.

Þú ert mikilsvirði  þú ert manneskja með tilfinningar persónu og möguleika til að gera góða hluti jafnvel þótt þú ætli þér það ekki.

Þú hefur rétt á að velja umhverfi þitt og þann árangur sem þú ætlar að ná í lífinu þú ert þín eigin leið til árangurs.

Sál þín hefur valið þennan líkama sem tækifæri til lærdóms og kennslu

því jú við erum kennarar jafnvel þótt við ætlum okkur það ekki.
Við erum fyrirmyndir barna okkar og eftirmyndir skoðana okkar.

Hvað sættir þú þig við ?

  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 102
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 222
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 418088
Samtals gestir: 61802
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 01:34:33

Spáspjall