04.01.2022 00:16

2022 nýtt ár ný tækifæri hugmyndir og lausnir


Það kom að því að ég yrði aftur virk á spamidill.is, það er nefnilega þannig að spámiðlar eru líka fólk, og til þess að geta miðlað leiðbeint og veit innsýn þarf maður að lifa lífinu líka, með öllum áskorunum og lærdómi sem því fylgir. 

Því miður barst mér sú frétt frá Modernus að Svarboxþjónustan sem slík verður ekki í boði frá og með 31.12.2021 síðast liðnum. 

Ég var svo uppfinningasöm að vera frumkvöðull að nota Svarbox á síðunni minni, eini einyrkinn í ákveðin tíma og hafði það margt gott fram að færa en líka ýmsar tæknilegar áskoranir. 

Það hefur samt gefið mér gleði þegar fólk hefur haft samband eftir að hafa lesið yfir spánna og látið mig vita hvað hefur ræst vel úr. 

Spamidill.is mun fara í gegnum ákveðna upplyftingu og ég mun setja inn nýja möguleika til að tengjast og það mun vera hægt að fá spá áfram með því að senda mér tölvupóst eða hringja. 

Við búum við ákveðnar áskoranir en við því er eina svarið að finna lausnir. Hvort sem það er C19 eða hvar framtíðinn liggur. 


Í öllu sem við gerum í lífinu er mikilvægt að vita Hver er ég? hvað þarf ég raunverulega til að vera ég, finna innri frið, hlægja vera hamingjusöm samur. Þarf ég hraða eða ró? Hver sem innri kjarni okkar er þurfum við öll að vita hver hann er til að auðvelda fyrir okkur leiðina að okkar hamingjustað, hamingjustaðurinn er þar sem við erum við, tökum ábyrgð á okkur, gerum hluti sem gefa okkur en gefa líka öðrum, því við getum ekki gefið okkur nema gefið öðrum í leiðinni. Við getum ekki framleitt eitthvað sem engin vill eða miðlað einhverju sem engin vill hlusta á. Það þarf þetta gefa og þyggja í allt. við getum skapað, listir gleði, peninga, upplýsingar, fræði, börn, 

Við getum líka endurskapað og endur uppgvötvað okkur sjálf, hugsað upp á nýtt þarfir og þrár og leyft okkur að njóta og blómstra. En til þess þarf jarðvegurinn að vera góður og ræktanlegur. Það er ekki síður mikilvægt þeim sem eru án jarðtengingar "andlegir" (ekki ein jarðarpláhneta í mínu stjörnukorti) að finna sína jarðtengingu, þekkja sjálfan sig, vita hvar er hægt að lenda, hafa startpunkt. á sama tíma þurfa þeir sem sökkva dýpra og dýpra í jörðina að fá vind undir vængi sína til þess að lyfta þeim upp til sólar. 

Þeir heppnu og kannski pínu kláru eru þeir sem hafa lært að vera eins og farfuglinn, eiga sér sína föstu staði til að lenda á en njóta þess líka að fljúga um loftin blá með yfirsýn yfir loft og jörð, með skilning fyrir mikilvægi beggja. 

Allt sem við áorkum jákvætt eða neikvætt, kemur frá okkur sjálfum, orð gerðir athafnir, og því berum við ábyrgð á þeim og njótum afraksturs eða missir vegna þeirra. 

Að gera sér grein fyrir þessari Sjálfsábyrgð er að vera frjáls en líka ábyrgur á eigin lífi. Það mótaði þig eitthvað í æsku en þú átt þig núna. Það talar einhver til þín en þú ræður hvernig þú svarar. Það gerir einhver eitthvað við þig eða fyrir þig og þú ræður hvernig þú bregst við. Þú ræður hvort þú stígur fyrsta skrefið en svo er það undir öðrum komið að stíga á móti eða ekki. Þú stjórnar bara þínum sporum. 

Er það ekki soldið yndislegt og er ekki lífið bara soldið gott, 

Hugurinn ber þig hálfa leið fæturnir hinn helminginn

31.10.2019 22:16

Að rata rétta leið fyrir þig


Iðulega segi ég við fólk, hlustaðu á það sem er verið að segja þér, leiðbeining kemur í hugmyndum þínum gegnum innsæið, þú lest um eitthvað á netinu (það er nú mismunandi hversu tilviljunarkennt það er) það sem þú heyrir í umhverfi þínu og svo hvort sömu skilaboðinn eru að koma aftur og aftur í takt við langanir þínar. 

Mér finnst mjög þægilegt þegar líf mitt er bara í flæði, þá meina ég að hlutir bara gerast eins og þeir eiga að gerast og ég get bara treyst og fylgt með og hlutirnir bara flæða áfram. Stundum finnst mér erfitt að bíða og ég vil taka stjórnina og flýta fyrir en oftast kemur það bara í hausinn á mér aftur. 

Mér hefur alltaf þótt gaman að tækni, og tölvum, ég hef fiktað í myndvinnslu, vefsíðugerð, og kynntist netspjall möguleika löngu áður en það þótti sjálfsagður hlutur eins og í dag. Í dag er það varla fyrirtæki á islandi sem er ekki með möguleika á netspjalli, árið 2001 þegar ég kynntist því fyrst þá var engin á þeim buxunum. 

Það er nauðsynlegt að þróast og aflasér þekkingar, ég er ekki á því að ég þurfi að vera sérfræðingur í öllu sem ég hef lesið og prófað hef ekki þessa æfina í það. En mér finnst mikilvægt að öll sú færni og þekking  sem ég hef "Smakkað á" nýtist mér í því sem ég tek mér fyrir hendur og skapa fyrir sjálfa mig. Ég er ekkert fyrir að fara lengri leiðina að hlutum, ég vil finna skilvirkustu leiðina sem virkar. 

ég þarf ekkert uppfyllingarefni meðlæti með kjötinu bara kjötið sjálft. auðvitað er voða gott að hafa góða sósu með og gott salat, algjör snilld sem gerir heildina að meiri upplifun. en það lifir engin á meðlæti. 

Á sama hátt er næmleiki, skynjun, forspárhæfileikar, næmleiki á orkuheimin, hvernig líkami og andi er í raun samtenging margra örsmára eininga sem hanga saman á sólarorkunni og vatni. 

Það geta allir spáð og það hafa allir tilfinningu fyrir því sem koma skal, það er bara mismunandi hversu við heiðrum þá tilfinningu. 

ég fékk símtal í fyrra dag, boðuð á námskeið sem mér finnst áhugavert og var búin að skrá mig á, en í allan dag hef ég haft á tilfinningunni að ég ætti ekkert að fara eða væri ekki að fara. Hafði samband við viðkomandi, sem ætlaði svo að senda mér upplýsingar en alltaf þessi efi í huga mér, Og ég tók ákvörðunina að hætta við námskeiðið sendi skilaboð þegar ekki var svarað að ég vildi afskrá mig. 

í kvöld sá ég svo tölvupóst þar sem tilkynnt var niðurfelling á námskeiðinu, þetta var aldrei mín ákvörðun, heldur það flæði sem´er i´kringum mig núna, ég fékk einfaldlega þau skilaboð frá innsæi mínu að ég væri ekkert að fara á þetta námskeið um helgina. Og framkvæmdi eftir því. 

Þá er alltaf þessi spurning, hversu mikið er flæði /forlög og hvað er hreinlega tölvan þín eða síminn að hlusta og færa þér upplýsingar útfrá því sem þú segir, svona eins og já manneskja sem samþykkir allt sem þú vilt.  

þegar þú treystir innsæinu og flæðinu og tekur ákvarðanir útfrá því, eða breytir hegðun, orðum, gerðum útfrá því hversu gott flæði er í líkama þínum, á leið þinni í gegnum umhverfið þitt eða hreinlega hversu vel þér líður í umhverfi þínu og hvernig það styður eða hamlar þér þá er í raun ekkert sem stoppar þig í að gera óskir þínar að veruleika. það eru alltaf leiðir, þær eru bara mis erfiðar eftir því hversu langt frá jafnvæginu voginn hallar. 

þu vinnur með það sem þú hefur og skapar möguleika og framþróun eða stöðugleika. Og ræktar garðinn þinn. Það er engin heilagur eða fullkominn og það eiga allir tíma sem þeir vanrækja sig eða skamma sig eða finnst þeir geta gert betur, það er bara partur af því að vera manneskja, að finna þörf fyrir að nota hugan rétt eins og þörf fyrir að nota líkaman. þegar við hættum að þjálfa og treysta á hugan og innsæið þá fer það að ryðga. alveg eins og líkaminn okkar staðnar. 

Alveg sama hversu illa þér líður Brostu! alveg sama hversu pirraður þú ert, brostu, það heyrist þegar þú brosir, það sést þegar þú brosir, þú ferð að brosa að innan þegar þú brosir, það fer þér miklu betur að brosa, það kemur til með að veita þér gleði að brosa, og þá hefur þú enþá betri ástæðu til að brosa, því þegar þú brosir brosir heimurinn við þér. speglaðu sjálfan þig í brosi. 

31.10.2019 21:46

Næmni Hindrun eða hæfileiki til góðs

Næmleiki er orð sem er mjög stórt orð og hægt að gefa því mismunandi meiningu og setja margar hugmyndir á bakvið það. 
Oft á tíðum hef ég upplifað að Næmleika sem einhverskonar veikleika, að vera svo næmur fyrir umhverfi sínu að að það stjórni orðum hegðun gerðum og hugsunum. 

Ég hef oft heyrt næmleika notaðan sem afsökun fyrir að taka ekki ábyrgð á eigin líðan og gerðum. 

Fyrst langar mig til að ræða hvað er að vera ónæmur? ónæmur fyrir umhverfinu er þegar þú ert innhverfur? þegar þú lifir í eigin heimi, en það þýðir ekki að þú sjáir ekki umhverfið þitt, þú bera nemur það á ólíkan hátt, þú lætur það ekki stjórna þér eða þá tekur eftir öðrum hlutum en aðrir. 

sumir eru mjög næmir fyrir nátturu á meðan aðrir eru næmir á fólk, aðrir á tónlist, Svo er fólk sem telur sig vera næmt á annað orkusvið, geta séð eitthvað sem aðrir geta ekki. 

ég tel alveg sama hversu næm eða ónæm þú ert, þá ert það alltaf undir þér sjálfri komið að stjórna eigin líðan hugsunum og gerðum. 

Þetta er bara spurning um að finna réttu leiðina sem hentar þér. Fyrsta spurninginn ætti að vera hversu næm eða næmur ertu á sjálfan þig, þú stendur þér næst, hver ert þú? hvernig líður þér í hinum eða þessum aðstæðum, hvaða hugsanir leita á þig þegar þú hittir mismunandi fólk, ert í mismunandi aðstæðum. 

ertu meðvitaður um þegar umhverfið er farið að móta þig á neikvæðan hátt? að þú finnur fyrir vanlíðan þegar þú fannst ekki fyrir henni aður. ertu næm fyrir því þegar félagsskapur þinn mótar þig, þegar umhverfið þitt mótar þig. Ertu næmur fyrir því hvaða gerðir eru útfrá því sem aðrir segja og hvað er út frá því sem innsæi þitt segir þér? 

Hvaðan koma orð þín um þig innra með þér? koma þau frá gömlum minningum eða frá innsæinu þínu og innri rödd sem þekkir þig og þinn innsta kjarna. Mannskepnan er leir sem endalaust er hægt að móta. Er það virkilega? Þurfum við ekki að fara í gegnum ákveðin þroskaskeið áður en við teljumst talandi, gangandi, sjálfstæðar verur með eigin sjálfsmynd og eiginleika, sérkenni sem eru okkar. Þarf heilinn okkar ekki að fá að þroskast á nátturulegan hátt án inngripa, þurfum við ekki sólarljós eða Dvítamín til að okkur líði vel borðum við ekki til að vaxa og dafna líkamlega. Er ekki allt sem við gerum og segjum það sem mótar okkur, það hvaða afstöðu við tökum gagnvart uppeldi okkar mótar okkur ekki uppeldið. það er hver og einn eyland í eigin líkama og sál, því alveg sama hvað við erum næm á umhverfið okkar þá getur engin tekið frá okkur hugsun okkar. persónuleika. Ég blæs á þá hugmynd að "að vera næm eða ofurnæm" sé nógu góð afsökun til að taka ekki ábyrgð á eigin líðan og lífi, í hegðun og gerðum. Næmleiki er gjöf ekki byrði. Það er allt annað að halda á stóri úlpu í fanginu en að fara bara í hana og njóta. Ef þú ferð ekki í hana og ákveður að halda á henni þá er það þín ákvörðun, og ef það er of heitt til að vera í úlpu áttir þú ekkert að taka hana með. Stundum er fólk of tilbúið í eitthvað sem ekki gerist eins og að halda á úlpu þegar spáð er sól,. Hversu næm/næm ertu fyrir stórum staf í byrjun setningar, gastu lesið í gegn án þess að það truflaði þig kannski er þetta uppeldið þitt, kannski forituninn sem námið þitt hefur fært þér og kannski tókstu ekkert eftir því. En í raun skiptir það engu máli í stóra samhenginu þú gast skilið það sem skrifað er. 

18.07.2019 03:08

Vantar þig leiðsögn?


Mín reynsla er sú að besta leiðsögninn kemur að innan, þessi tilfinning sem segir "nei bíddu aðeins" eða "ja því ekki" og sú sem segir "það versta sem gæti gerst væri að..." ef maður tekur stökkið og treystir tilfinningunni. 

Þegar þessi hugsun kemur; að maður verði að gera eitt eða annað vegna þess að hinn eða þessi muni annars bregðast við á ákveðin hátt sem við annars óskum eða óskum ekki þá skulum við draga okkur í pásu og spyrja okkur: "erum við að fara eftir innri röddinni eða er meðvirkni í gangi, erum við að þjóna ímynduðum væntingum annara eða vilja?"

þangað til að ég lærði að vera meðvituð um innri röddina mína og hafa sjálfstraust til að fylgja henni, nú segja einhverjir sem þekkja mig, "þú hefur alltaf gert það sem þér hefur dottið í hug" og já ég hef alveg gert það en það að gera alltaf það sem maður vill eða dettur i hug hefur ekki endilega alltaf jákvæða niðurstöðu fyrir okkur. Það er gott að stoppa við og sækja sér staðfestingar. 

Það er oft fólk að koma til mín í spá með það í huga að fá staðfestingar á því plani eða óskum sem það hefur innra með sér. 

Mér finnst mikilvægt þegar fólk komi til mín að til að byrja með og þess vegna allan tíman segi það mér ekkert um sína hagi. Þannig er það sem ég segi byggt einungis á mínu innsæi sem ég ju treysti. 

Best í  finnst mér að enda lestur  á því að spyrja "já og eru einhverjar spurningar að lokum?" og fá svarið " nei ég held þú hafir farið inn á allt sem ég var að pæla" 

Auðvitað segir innsæið mér oft hluti sem fólk veit alveg en var ekki tilbúið að meðtaka, og ég hef alveg fengið reiði (reyndar sjaldan) þar sem viðkomandi er ekki sáttur við að fá ekki það sem hann eða hún vildi heyra. En ég fagna því líka þegar ég fæ lítin sætan tölvupóst árum seinna þar sem mér var þakkað fyrir að segja eins og er akkurat það sem viðkomandi þurfti að heyra. Það gleður hjartað. 

En það þarf ekki alltaf að fara til spámiðils eða spákonu, Guð veit að ég á oft erfitt með að finna einhvern sem ég er sátt með. Ég hef því notað bækur, Ég opna einfaldlega bók blindandi og les hvað stendur, Ein af mínum uppáhalds er "Óður Lífsins-Speki Frumbyggja Ameriku " ritstýrð af Hexley. 

i tilefni þess opnaði ég bókina og þetta sagði hún mér í dag:

 "Það er Hollt að minnast þess að við eigum okkur öll ólíka drauma" Speki Crow Indjána. 


12.07.2018 04:05

Af hverju þarf þetta að vera svona erfitt?


Það þarf það ekki. Í fyrsta lagi eru allar þarfir fyrir utan grunnþarfir okkar til að komast af tilbúnar.

Þannig að ekkert þarf nema vatn mat súrefni og jú mannleg samskipti þegar við erum að vaxa úr grasi. samanber til að þroska málþroska þurfum við samskipti með máli fyrir 6 ára aldur, til að þroska geðtengsl þá er mikilvægt að mynda tengsl á fyrstu ári og árum æfinar. En svona öllum grunnþörfum sleptum þá þurfum við ekki neitt. Eða hvað?

Til að skýra andargift mína þetta kvöldið þá var ég að horfa á myndina um Steve Jobs. Það er eitt að þurfa og annað að langa. 

Það eru einstaklingar sem fæðast handa og fótalausir og samt þjálfa upp hjá sér leikni til að gera nákvæmlega sömu hlutina og þeir sem hafa alla útlimi. Flestum okkar finnst þetta alveg stórmerkilegt hvernig viðkomandi getur þjálfað upp þessa færni sem okkur hefði aldrei dottið í hug að prófa. 

Þetta er spurning um kosti, ef við höfum hendur þá þurfum við ekki að grípa með tánnum svo við prófum það ekki. 

Það sem kom mér af stað var þessi setning að heimurinn er skapaður af fólki í kringum þig og að átta sig á að þú ert ekkert minni en þetta fólk og getur þar að leiðandi haft áhrif á þinn heim og tekið stjórnina. Við stjórnum ekki öðrum, og við stjórnum ekki heiminum, en við stjórnum okkur sjálfum og hvernig við hegðum okkur og hugsum og bregðumst við því sem gerist í honum og í okkar nær umhverfi. Það sem við segjum gerum hugsum upplifum þetta stjórnast af okkar litla en samt svo stóra huga. 
Gagnrýn hugsun, bjartsýni, að deila hugsunum sínum að stíga til hliðar, að stíga fram eða einfaldlega labba í burtu og jafnvel hlaupa í burtu. "hann lét mig gera það" Nei. 

Ég missti mig aðens þarna en það sem fékk mig líka til að setjast niður er þessi spurning, ef það er ekki erfitt er það þá þess virði? finnst okkur það sem er okkur léttvægt ekki eins mikilvægt og það sem er okkur erfitt? er það sem er erfitt meira virði en það sem er létt? Verður ekki bara það sem var nýtt og erfitt auðveldara með tímanum en missir ekki gildi sitt. Þarf allt að vera áskorun, er ekki bara allt í lagi að taka þá leið sem við getum leyst og fundið ákveðið jafnvægi í. 

Afhverju er ekki allt í lagi að ég geti verið heilbrigð bara með því að setja eigin hendur á líkama minn á hverjum degi. 

afhverju er það svo fjarstæðukennt? jú af því hlutirnir eru þess virði sem haft er fyrir þeim, það er sett í kollinn á okkur frá barnæsku, Það er of auðvelt til að geta verið staðreynd. þegar áinn flæðir eins og venjulega er hún þá eitthvað minni á? það er alveg hægt að þrengja á ymsum stöðum og þá verða til færri stærri svæði en vatnsmagnið er alveg það sama það er bara ekki eins jafnt og þétt. Því ekki bara leyfa henni að fara sína lygnu leið með nóg pláss.

Því miður  hlakkar líka í mörgum þegar þeir sem "fæðast með silfurskeiðina í muninum" fibbast. Af því þeir hafa ekki haft það erfitt að annara mati. En hvað er erfitt, er ekki eitthvað erfitt fyrir öllum. Flestir sjúkdómar fara ekki í aðgreiningu, fíkn kemur fram í öllum fjölskyldum, ofbeldi er á öllum stigum þjóðfélagsins, það geta allir lennt í slysum. Fólk hefur jafn oft misst allt og aðrir hafa eignast allt. Svo er önnur spurning hvað er "allt". Hvað er þetta allt sem þú þarft. Þú þarft í rauninni ekki neitt og þú stjórnar þér alveg sjálfur. á sama hátt og þú getur brotið þig niður getur þú byggt þig upp frá botninum. Hugurinn er aðeins takmarkaður af því sem við kennum honum ölum hann upp í og endurf oritum. ég veit ekkert hvort þú sem lest þetta skilur hvað ég er að meina og það er allt í lagi, við nefnilega lesum mismunandi meiningu út úr texta eftir því hver við erum sjálf og hvaðan okkar hugarheimur kemur. Það er allt í lagi mín vegna og hefur ekki áhrif á mig, ég er ekki ég fyrir aðra ég er ég fyrir mig. 

Mörkinn okkar verða til útfrá viðbrögðum okkar gagnvart umhverfinu. Og umhverfið gengur á okkur þar til þeð rekst á grindverkið okkar sem eru mörkinn okkar. ef engin er hurð á húsinu þínu er nokkuð ljóst að einhver mun labba inn á þitt einkasvæði á einhverjum tímapunkti. Treystir þú þér til að lifa á tjaldstæði þar sem allir geta labbað að tjaldinu þínu hvernær sem er og jafnvel farið inn í það, og gert hvað sem er í kringum það. er ekki tilfinninginn soldið spess að hafa svona lítið yfirráðasvæði, hvað þá ef þú lætur eftir stjórn á líkama þínum og þínu nánasta umhverfi, taktu eftir "lætur eftir stjórn". Tjaldið stækkar ekkert en þú getur fengið þér stærra sett það niður þar sem er minna um mannaferðir og svo getur einfaldlega sofið í bílnum eða fengið þér gistingu. Þú ræður þessu sjálfur, nákvæmlega. það er ekkert sem er óbreytanlegt í dag, eða ekki hægt að vinna með. Þetta er bara spurning um hverstu stórt eða smátt við viljum hugsa og framkvæma og hvað við erum tilbúin að setja mikin tíma í það. frávirkni þegar við förum frá því sem er ætlast til, krafist eða við höfum vanist á að gera í það að vera besta útgáfan af okkur sjálfum. Við erum samt í raun öll eins bara með mismunandi venjur uppeldi og útlit. og allt þetta er hægt að fletta af okkur og breyta,og svo er umhverfi okkar ekkert óbreytanlegt við komust jú þangað sem við erum afhverjum komumst við ekki lengra. 

jæja þetta er orðið gott. Lífið þarf ekki að vera erfitt til að vera þess virði að lifa því. það er alveg líf þótt við sleppum því að pæla í hvað okkur vanti eða erum neikvæð út í það sem við getum hvort sem er ekki stjórnað.  lífið er spegill hugarins 


29.06.2018 21:59

Þegar Karma bítur


Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að það sem maður lætur út það kemur margfalt til baka. 
Fyrst verð ég að segja að mér finnst gott kaffi voða gott, og þá sérstaklega tvöfaldur chappochino. 

ég verð að segja mér til varnar að fyrir fyrsta bollan er ég alveg viðræðuhæf en kaffi þráinn er sterk að morgni. 

Ég átti erindi í bókhlöðuna í morgun og eftir fund minn þar arkaði ég beinskeit á kaffiteriuna og bað um 2 faldan chappochino en samkvæmt afgreiðsludömunni og vélinni var víst ekki til tvöfaldur eða ekki í boði. Ég gaf henni einfalda lausn því það væri nú ekki flóknara en að bæta bara expresso út í. 
hún tók vel í það en gerði annars enga athugasemd. afgreiddi mig með mitt rúmstykki og kaffi, reyndar talaði hún aldrei um nein verð við mig. og ég satt að segja spurði ekki um verð, eftir á fékk ég að vita að það væri skýrum stöfum á veggnum á islensku sem afgreiðslukonan mín talaði því miður ekki. 

Eg ætla svo að borga fyrir annars mjög góða rumstykki, var boðið upp á auka ostsneið, og það var þegið og svo kom að því að borga.. og þá svona kom aðeins babb í bátinn því mér fannst nú verðlagið ansi hátt farið fyrir eitt rúmstykki tvær ostsneiðar og kaffi. 
þá fékk ég þær upplýsingar að jú ég fengi auka ostsneið en hver ostsneið kostar 50 kr. rúmstykkið var um 450 en ég ætti að borga fyrir tvo kaffi drykki því ég jú bað um expresso út í til að búa til tvöfaldan chapochino. Ég bara kváði.. 900 kr fyrir kaffi bolla, Ég tilkynnti henni að það gengi ekki og ég myndi ekki borga það verð nein staðar. Hennar rök voru sú að þar sem hún væri búin að gera þennan vélar kaffi bolla ætti ég að borga, og ég sagðist þá bara sleppa því, þar sem ég myndi ekki undir nokkrum kringumstæðum borga þetta verð neinstaðar, sérstaklega þar sem það hefði ekki verið tekið fram hvað nein vara  myndi kosta.
 Eftir að hafa starfað við þjónustu í yfir 10 ár þá er ég nokkuð seif með hvað skal tekið fram í verðlagi og vanin eða góð þjónusta yfirleit á þann veg að láta borga fyrir veitingar áður en kaffi er búið til sérstaklega. Stelpu greyið sá fram á að ég myndi ekki greiða fyrir neitt kaffi þar sem ég væri ekki skyldug til að hætta ekki við þetta blessaða vélarkaffi, lækkaði kaffið hún má eiga það og sagðist myndi þá bara borga mismuninn, sem mér finnst eiginlega hálf fáránlegt, ég efast ekki um að vinnuveitandi hennar sjái á eftir einum expresso. Og svona leikur til að koma einhverju samviskubiti að hjá mér virkar ekki. Ég borgaði minn 930 kall og valdi eitt af tómu borðunum en vildi ekki betur en svo að ég rak mig í og hellti niður sem samsvarar einum expresso yfir borð stól og gólf. Ég fæ víst bara það sem ég borga fyrir.. 

13.04.2018 00:57

Það er aldrei of seint að vera besta útgáfan af sjálfum sér fyrir sjálfan sig. 

Hver viljum við vera? hvaðan erum við og hvaða áhrif hefur það á okkur. Það sorglegasta sem ég 
horfi upp á er þegar fólk er fast í fangelsi samfélags. Þróast frá því að upplifa sig á kant reglur sem gilda í því samfélagi eða fjölskyldu sem það fæddist í. að hafa þessar hugsanir og telja sjálfum sér trú um að þeir séu sjálfstæðir einstaklingar af því viðkomandi gerir sína útgáfu af lífinu sem í raun allir búa við. Svo með tímanum er viðkomandi meiri og meiri fangi regla og venja að viðkomandi hættir að taka eftir því og sér í raun ekki fangelsi sitt. 

Þessar aðstæður geta átt við allan heiminn, alveg eins arabi sem vill meira frelsi eða húsmóðir sem finnst hún þurfa að eiga minnsta kosti einn imaggi vasa og alto grip. Geturðu gengið á meðal fólks án þess að vera máluð eða klædd á ákveðin hátt. Hefur umhverfi þitt áhrif á þig á þann hátt að þer finnst þú þurfa að bera grímu eða klæðast búningi. 

Sannleikurinn er sá að það er öllum sama hvort þú ert í búningnum þínum fyrir utan þá sem eru óöryggir með sjálfan sig og það óöryggi kemur út í að vilja stjórna öllu umhverfinu því þá er það öruggt sem er ákveðin tálsýn á sama hátt að maður fæddur í múslima landi telur að lífið komi til með að ganga upp sjálfkrafa ef þeir biðja 5 sinnum á dag og fylgja reglunum. En dáir svo bob marley á laun og kemst ekkert áfram þvi  viðkomandi er a eyða orku í að vera í mótsögn við sinn innri mann. 

Það er ekkert að því að fólk hafi áhuga á hönnunarvöru hönnunarvörunar vegna, einhver gripur heillar og fær sinn fasta sess a heimilinu. Og flestum konum sem huga að sjálfum sér og rækta sig klæða sig eftir tilfinningu og verkefnum en líka viðmiðum samfélagsins, hversu margir eru í svörtu og hvítu þegar flóran er skoðuð? Hversu margir þora að vera þeir sjálfir, eru öryggir í eigin skinni og sál, fara eftir eigin hentisem af tilitsleysi við umhverfið. það er engin eins alveg sama hvað við klæðum okkur eins.

Er ekki sá steinn sterkastur sem stendur af sér Árstraumana 
  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 321
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 267
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 130382
Samtals gestir: 11618
Tölur uppfærðar: 3.2.2023 21:05:15