26.05.2011 11:56

Fríar Tarotspásíður á netinu - frítt og tilvalið til að leika sér

Góðan daginn :)

Ég ásamt mörgum fleirum hef ofboðslega gaman að því að spá í hvað kemur næst og er forvitinn og því gaman að því að kíkja í spil.

auðvitað skildi maður alltaf taka allt með varnaglanum og fara eftir eigin innsæi.

En á tækniöld þá hafa komið upp allskonar siður þar sem hægt er að láta spá fyrir sér frítt og með kostnaði.

Ég hef rekist inn á nokkrar síður og langar að deila með ykkur til skemmtunar og dægradvala og endilega megið koma með síður sem ekki eru teknar fram í þessari útlistun.

Nýjasta síðan sem ég hef rekist á er full af hinum ýmsum möguleikum og skemmtilegum útfrærslum. Það er svona dýra oracle (animal spirit oracle)  þar sem eru lagnir en spilinn eru öll dýr. Þú þarft bara að athuga að skoða lögnina alla strax því annars uppfærist og þú ert kominn með ný spil.

Þar er lika partur þar sem þú getur lagt tarot, rúnir og svo framvegins.

Síða sem lofar ansi góðu miðað við það sem ég er búin að skoða. Mæli sérstaklega með celtic cross og sá möguleiki að fletta upp húsnúmerinu sínu út frá talnaspeki ég bý til dæmis í húsi númer 28 sem gerir 1 sem er mjög gott :0)  og passar algjörlega við það sem heimli mitt hefur táknað fyrir mér.

http://www.micheleknight.co.uk/psychic/free-readings/


Svo er síðan http://www.ifate.com 

það er allhliðasíða þar sem þú getur fengið stjörnukortið þitt þar sem farið er í hverja plánetu fyrir sig, hvaða marki er í hverri og hvaða þýðingu það hefur í personunni.

Þar er hægt að draga tarot, rúnir fá út tölurnar sínar út frá talnaspeki, bíórytma sem sýnir hvernig okkur líður andlega líkamlega á hverjum tímapunkti orkulega séð, soldið sniðug pæling.


Hérna er smá útúrdúr  Síða sem er með lista yfir steina og merkingu þeirra sem vilja pæla í orkusteinum eða finna steinana sína. Mín leit var tígrisaugað svo það dettur inn á það en svo er góður listi  vinstra megin á síðunni í stafrósröð.

http://www.bernardine.com/gemstones/tigers-eye.htm 


Það er ein síða sem er að mínu mati soldið fornaldarleg og oft ekkert rosalega bjartsýnar lagnirnar sem koma þaðan að mér hefur fundist en þar er hægt að velja margar tegundir tarotspila og mismunandi lagnir. Hef ekki prófað þessa síðu í soldinn tíma en spurning að prófa núna :)

http://www.facade.com/tarot/ 

Það er líka hægt að prufa aðrar spátegundir eins og rúnir , já eða nei svar. svo er hægt að fá tilvinanir úr biblíunni eða bókum.

Ég fékk já við minni spurningug og eftirfarandi  tilvitnun :

"The excerpt represents the core issue or deciding factor on which you must meditate, and is drawn from King James Bible:

house.

JER 23:35 Thus shall ye say every one to his neighbour, and every one to his brother, What hath the LORD answered? and, What hath the LORD spoken?

JER 23:36 And the burden of the LORD shall ye mention no more: for every man's word shall be his burden; for ye have perverted the words of the living God, of the LORD of hosts our God.

JER 23:37 Thus shalt thou say to the prophet, What hath the LORD answered thee? and, What hath the LORD spoken?

JER 23:38 But since ye say, The burden of the LORD; therefore thus saith the LORD; Because ye say this word, The burden of the LORD, and I

Eftir því sem ég skil þetta er mér bent á að hver maður ber ábyrgð á sínum orðum og gerðum sem hann setur út í umhverfi sitt og ekki sé hægt að setja ábyrgðina algjörlega yfir á guð enda sé það maður sjálfur sem tjái þau orð sem frá manni fari. Að tala ekki í ábyrgðarleysi þegar vitnað er um guð eða trúarbrögð heldur leita sér upplýsinga áður en talað er í flýti. Þannig deilist ábyrgðinn niður :o)

Hittir vel í mark hvorst sem talað er um Kristni Islam eða önnur trúarbrögð betra að vita hvað maður segir áður en fullyrða út í loftið og særa blygðunarkennd annara.


Það er John Holland er virktur miðill og hefur meðal annars búið til mjög falleg spil sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér og á síðunni hans er hægt að nálgast allskonar hluti eins og spá í símann sinn og svo framvegins en þar er líka hægt að draga eitt spilá dag af þessum spilum hans og ég mæli hiklaust með því þau hitta ansi oft í mark .
Hægt er að kaupa þessi spil í Gjafir jarðar fyrir þá sem vilja það. Keypti mín þar á sínum tíma.

hér er linkurinn til hans http://www.johnholland.com/index.php og svo er bara smellt á Bláa kassan

Svo fann ég Þessa hérna sem lofar soldið góðu vel farið í hvert spil og mér sýnist þau vera með nokkrar lagnir sem hægt er að velja úr. Celtic cross er samt mjög sígild lögn en það er aðeins mismunandi hvaða þýðing er lögð i staðsetningarnar.

http://www.newagestore.com/Divination/Tarot.aspx 

Eini gallinn sem mér finnnst við þessar lagnir eru ofboðslega langar útskýringar á þýðingu hvers spils og fyrir mig sem vill bara nokkuð fljótar og hnitmiðaðar útskýringar og er svona nokkuð kunnug hverju spili er það bara of langt til að lesa nema ég hafi þá þess meiri tíma.

En það sem er annað á þessari síðu sem ég er voða skotin í er að það er hægt að fá lagnir með venjulegum spilum sem er hérna :

http://www.newagestore.com/Divination/Cartomancy.aspx 

Og það hef ég ekki séð oft og kemur ánægjulega á óvart.

Eins eru þarna ýmsar aðrar spáleiðir og leiðsagnir sem gaman er að kíkja á.

Ég ætla enda að lokum á texta sem ég fékk þegar ég  smellti á angel guidance  og vona að þú hafir jafn gaman að þessum síðum og ég. Og um að gera að bæta fleiri áhugaverðum inn í comment og deila með.

Truth

May the angels keep you till morning.
May they guide you through the night.
May they comfort all your sorrows.
May they help you win the fight.

May they keep watch on your soul.
May they show you better ways.
May they guard you while you're sleeping.
May they see you through your days.

May they show you new hopes.
May they still your every doubt.
May they calm your every fear.
May they hear you when you shout.

May the angels keep you till morning.
More than this I cannot pray.
And if the angels ever fail you.
Then may God be there that day.

Author Unknown





13.05.2011 23:18

Sumarið er komið :o)


Núna síðustu daga hef ég gjörsamlea fundið D vítamínið streyma í kerfið mitt frá sólinni. Stórir regnbogar birtast á himnum og grænkan er farin að sýna sig á jörðu niðri.

Fyrir mér er sumarið tíminn sem ég nota til að fara út á land komast úr borginni og komas nær nátturunni.

Ég hef gert það síðustu ár að fara norður í land á Akureyri og verið þar með einkatíma.

Ég er einstaklega heppinn með það fólk sem ég hef tengst í gegnum tíðina og verð örugglega áfram.

Austurland heillar soldið í sumar enda held ég að það verði einstaklega gott sumar fyrir Austan. Það verður soddan rigning í byrjun júni en ásama tíma mjög heitt og soldið skrítið veður á tímabili, minnir helst á ítalíu. En á móti þá blómgast vel og austfirðir eru sérstaklega að draga mig til sín.

Það verður einstaklega ræktarlegt og góð spretta austur undir fjöllum og satt að segja spái ég repjuræktun og þeirri lífrænu ræktun sem þar fer fram miklum árangri. Við erum soldið að vakna fyrir möguleikanum að sjá um okkur sjálf.

Ég sé alveg fyrir að ákveðnir landshlutar sérhæfi sig í ákveðni ræktun eða matvælum.

Ef við hugsum um það  þá eru ákveðnar aðstæður hentugar fyrir ákeðna ræktun og aðrar ekki. Afhverju ekki að skipta með okkur verkum og allir njóta afrakstursins.


Það er voða þægilegt að láta aðra sjá okkur fyrir nauðsynjum en sú jákvæða breyting sem hefur komið með kreppunni að við erum farin að kunna meira að meta eigið framlag.

Við höfum nefnilega öll framlag til samfélagsins, við skiptum öll máli í þessari keðju okkar.

Það er auðvelt að detta í neikvæði en er ekki komið gott af neikvæði.

Við erum öll sigurvegarar við þurfum bara að setja okkur markmið og velja okkur hindranir til að sigrast á.


ísland er eins og phönix brennur niður en rís svo aftur úr öskunni sem nýr ungi sem fær tækifæri til að vaxa og þroskast þangað til hann brennur svo aftur .

Það eru tímabil, þroska skeið hjá landinu okkar eins og fólkinu sem þar býr og sálunum sem í fólkinu býr.

Náttúran þarf á okkur að halda en hún er líka fullfær um að sjá um sín mótmæli sem hún hefur verið dugleg að láta heyra í sér.

Við eigum eftir að heyra af stóru skriðufalli, Hekla fer að láta illa en samt ekki þannig að við þurfum að óttast.

Það verður eitthvað varðandi flugvél eða þyrlu þar sem kemur upp bilun og veður að lennda við skrautlegar aðstæður.

Það er á leiðinni til landsins í sumar merkilegur hópur skemmitfólks sem á eftir að kæta fólk á götum úti.

Eins á eftir að rísa markaður í miðborginni þar sem einyrkjar og listamenn eiga eftir að njóta sín með verk sín. Sköpun frekar en endurvinnsla verður áherslan þar enda eigum við líka kolaportið undir það.

Það er verið að gera breytingar hægt og rólega en varanlegar og góðar breytingar þá serstaklega í kjaramálum og ríkissjóður og litlu bæjarfélöginn úti á landi munu blómstra. Fólk á eftir að byrja að streyma aftur heim sem farið hefur burt.

innan 3 ára verður orðin góð hagsæld á íslandi og eigum við eftir að hvetja aðrar þjóðir til bjartsýni.

Eins kemur hérna hásettur maður frá Indlandi sem á eftir að koma með gott atvinnutækifæri til landsins varðandi útflutning til indlands og einnig einhverskonar framleiðslu samstarf.

tölvur koma þar sterklega inn. Hafnarfjörður á eftir að eiga erfitt næsta árið og næstu árinn. Um leið og reynt er að koma góðum breytingum í gegn er eins og unga fólkið fái ekki vinnu frið fyrir þeim sem eru vanir að geta setið á sínu. Það gerir engum gott að allt sé ávalt rifið niður sem upp er sett.

Jöfnun á milli manna er eitthvað sem á eftir að þróast. við erum að fræðast um hvað við getum gert til að láta okkur líða vel.
við erum farin að pæla meira í vítamínum og hvaða áhrif þau hafa á okkar geðheilsu og líkamlegt form.

Ég hef engar tölur fyrir því en ég er nokk viss að mikil aukning er í því að fólk versli sér D og kalk frauðtöflur ásamt öðrum vítamínum.

mikil vakning er meðal vor en eftir hverja nótt kemur jú nýr dagur :0)


03.04.2011 01:19

hver ákveður virði þitt?

meturðu virði þitt út frá því hversu mikið fólkið í kringum þig er tilbúið að gera fyrir þig ?

Ef makinn gerir ekki allt sem þú biður um hefur hann þá minna álit á þér ert þú þá minna virði sem manneskja ?

Ertu léleg móðir eða faðir vegna þess að barnið þitt vill ekki gera hlutina nákvæmlega eins og þú vilt ?

Ef vinkona þín hringir ekki reglulega í þig.. er hún þá hætt að vera vinkona þín ? Ert þú minni manneskja vegna þess að ekki eigi allir samleið með þér?

"Ef þú gerir ekki þetta fyrir mig þá geri ég ekki þetta fyrir þig"

Dóttir mín segir reglulega við vinkonu sína þegar hún vill ekki láta að stjórn.. "en þá mátt þú ekki koma í afmælið mitt"  Hún er 3 svo það skýrir ýmislegt.

En ótrúlegt hvað börninn okkar endurspegla okkur, þegar við setjum við eyrun..þá sjáum við ekki bara það góða sem við gerum endurspeglast heldur það sem við gerum ósjálfrátt.. við erum flest alinn upp við það að þeir sem alltaf eru til staðar eru bestir.


En engin getur alltaf verið staðar fyrir aðra. Við þurfum öll að ganga okkar leið fyrir okkur og við erum nákvæmlega þess virði út á við sem við setjum á okkur í huga okkar.

Þurfum við að gefa af okkur með skylyrðum..  er allt fyrirfram ákveðið í reglum.. að hlutirnir eigi að vera í föstu munstri sem allir ganga í.

Eiga samskipti bara að vera á einn máta, Það er engin eins og við höfum margskonar og margslingnar langanir þrár og vilja.

Hér er sá áskorun fyrir þig :


Labbaðu að næsta spegli.. núna.. já nákvæmlega núna hvort sem þú ert kvenmaður eða Karlmaður .. Labbaðu að þessum spegli horfðu á sjálfan þig frá toppi til táar og segðu þetta við sjálfan þig upphátt " Ég elska sjálfan mig því ég er þess virði fyrir mér "

Þú færð pottþétt nettan kjánahroll.. jafnvel verður pínu sorgmædd eða sorgmæddur því þér finnst erfitt að trúa því að þetta gæti hugsanlega verið satt eða möguleiki

Þú ert sál sem komst inn í þetta líf til að læra að allt sem þú telur að ákvarði þig sem manneskju eru einungis bönd sem þú ákvaðst að þú yrðir að leysa af þér til að öðlast þann þroska sem þetta líf á að gefa þér.

Þegar þú hefur þá tilfinningu að það skipti í raun ekki máli hvernig umhverfið breytist og hreyfist í kringum þig það kemur fólk inn í líf þitt og fer og aðrir sem eru áfram en það er vegna þeirra eigin ákvarðana en ekki vegna þín eða einhvers sem þú gerðir. 

Þú getur ákveðið að ákveðin manneskja eigi að vera maki þinn, að ákveðin vinna sé rétta vinnan fyrir þig en þú sjórnar ekki vinnunni eða manneskjunni. Það er alltaf önnur hlið sem verður að koma til þín og annað hvort endurspegla vilja þinn eða ekki.

Og þú tekur aldrei ákvarðanir fyrir aðra og hefur ekki rétt til þess.

Ekki frekar en aðrir hafa rétt á að taka þínar persónulegu ákvarðanir.

Það er alltaf val og ábygðinn er ávallt þín.


Við göngum öll í gegnum erfiðleika tímabil í lífi okkar. Það er viðbúið þeir eru bara misjafnir og reyna á okkur á mismunandi hátt og eru miss sýnilegir. Og við höfum mismunandi þarfir til að bera erfiðleika okkar á torg.

Erfiðleikar verða aldrei afsökun fyrir því að taka ábyrgð í lífi okkar í dag. Það er ekkert erfitt eða hindrun nema við ákveðum það.

Við getum notað einelti í æsku, ofbeldi, atvinnuskort, peningskort, líkamlega fötlun, Skort á tækifærum sem afsakanir.. en á meðan við höfum huga okkar eru við frjáls


Það er alltaf lausn en við verðum að vera tilbúin að leita hennar en hræðsla við hugsanlegu lausnir heldur okkur oftá sama stað.

Svo er þessi þörf fyrir að stjórna umhverfi sínu Því ef þú stjórnir umhverfi þínu þá geti ekkert slæmt skeð eða þú getir komið í veg fyrir að öryggi þínu sé ógnað.

Mér þykir það leitt að segja þér það en alveg sama hversu mikið þú telur þig hafa stjórn á umhverfi þínu þá er það blekking.

Eina sem þú getur stjórnað ert þú sjálf.

En það að stjórna þér er nú samt ansi mikið.. Og fæstir sem geta sagt að þeir séu 100% meðvitaðir um allt það sem innra með þeim er, að þeir séu að fullnýta möguleika sína sem manneskju.

Það eru engar takmarkanir á því sem hægt er að gera.. Ef við bara beinum athylinni að okkur þeim sem ávallt mun reynast okkur verst og best.


Hafðu það gott með sjálfri/ sjálfum þér

Ps.

Svörinn sem okkur vantar eru alltaf til staðar Trúðu því og leyfðu skilaboðum sem þér er ætluð að koma til þín

gott dæmi þá ætlaði ég að finna góða mynd með þessu bloggi og fann þar smá brot úr bók sem gaf mér persónulega staðfestingu. Við erum öll sérstök og þú ert einn af okkur.

http://www.nancymillerogren.com/pathprev.asp






22.03.2011 12:50

Fyrirbænir - Reiki.

Ég hef nú ekki tekið það sérstaklega fram en Ég tek á móti fyrirbænum ef þú veist um einhvern sem er að fara í gegnum veikindi eða erfiðan tíma í lífi sínu eins og svo mikið er um eða þú sjálf/ur finnst þú þurfa á auka orku að halda má senda á mig beiðni um reiki eð fyrirbæn.

Þær upplýsingar sem ég þarf er Nafn, heimilisfang, aldur og hvert vandarmálið er. Og ekki verra hvaða tímasetning hentar best þar sem það fylgir því töluverð slökun að fá reiki.

Ekki hika við að senda á mig í tölvupósti á [email protected] eða þá hérna í gestabókina.


Það er mikilægt í dag að hugsa vel um fólkið okkar. Og á hverjum degi fáum við eða sjáum staðfestingar á því hversu mikilvægt er að rækta núið. Verum í sambandi við þá sem okkur standa næstir.

Eyðum tíma okkar í þá sem okkur þykir vænt um og gefur lífinu gildi.

Bros eða símtal getur verið gulls ígildi.

Hafðu það gott fyrir þig og þína :)

15.02.2011 02:13

Ábyrgð í nærveru sálar

Ábyrgð í nærveru sálar ..

nú er ný liðinn dagur ástarinar og hins ameríska draums fyrir flestum.

sumir upplifa þennan dag með kvíða.. yfir þeirri pressu að gera eitthvað sem "slær allt út" aðrir finna fyrir einsemdinni vegna þess að eiga ekki einhvern að deila þessum degi kærleika með.

Valentínusardagurinn hefur aldrei haft neina stóra merkingu fyrir mér.. en sumir leggja mikla áherslu á þessa tillidaga.

En Hvað er Kærleikur?

Ég get ekki talað fyrir aðra en sjálfa mig og ég tel að kærleikurinn á sinn stað á öllum sviðum lífsins.

En það sem mér hefur fundist gleymast er að beina kærleikanum soldið að okkur sjálfum. Segjum okkur hvað við erum æðisleg, klár og skemmtileg, Hvað við erum dugleg þegar við gerum vel og hrósum okkur þegar við gerum okkar besta. Huggum okkur við áföll og verum eigin styrkleiki þegar bjátar á.

Þegar þú hefur fundið kærleikan gagnvart sjálfum þér þá ertu tibúin að deila honum með öðrum.
Hversu vel hefur þú staðið þig gagnvart sjálfum þér?

Ég heyrði einu sinni snilldar setningu og ráðleggingu og hef ekki hikað við að koma því áfram

Kondu fram við sjálfan þig eins og þú vilt að komið sé fram við börninn þín.

Hvar liggja mörkinn þín gagnvart öðrum og hvernig viltu að sé komið fram við þig.

Elskaðu þig eins og þú ert því þú getur aðeins verið besta útgáfan af þér en ekki neinum öðrum.

Annað gott ráð sem ég hef tekið upp er að skrifa upp jákvæðar setningar á spegilinn á baðherberginu þannig að þegar ég vakna og fer að taka mig til þá les ég ósjálfrátt "Ég er æðisleg" ´"Ég elska þig" " eigðu góðan dag"  Og ég labba brosandi útaf baðherberginu mínu inn í daginn.

Furðuleg tilhugsun til að byrja með að taka þetta upp..en sé ekki eftir því.

Þú ert mikilsvirði  þú ert manneskja með tilfinningar persónu og möguleika til að gera góða hluti jafnvel þótt þú ætli þér það ekki.

Þú hefur rétt á að velja umhverfi þitt og þann árangur sem þú ætlar að ná í lífinu þú ert þín eigin leið til árangurs.

Sál þín hefur valið þennan líkama sem tækifæri til lærdóms og kennslu

því jú við erum kennarar jafnvel þótt við ætlum okkur það ekki.
Við erum fyrirmyndir barna okkar og eftirmyndir skoðana okkar.

Hvað sættir þú þig við ?

23.12.2010 01:25

Gleðileg jól :)

Finniði fyrir því.. jólinn eru alveg að smella á..

Fyrir mér eru jólinn kjörinn ástæða til að setja upp seriur og ljós til að birta yfir skammdeginu sem fer nú að styttast og birtan fer að ráða á ný. nýtt ár verður nýtt tækifæri og ný byrjun fyrir marga á árinu 2011 en nú er það einstaklingurinn sem fær aukið vald. 

Við skulum því ekki bíða eftir að hlutirnir komi til okkar heldur halda ótrauð í átt að framtíðinni með plan hvað við viljum gera og fylgja því eftir. Það eru sigrar og ósigrar í lífinu en mín kenning er sú að við lærum meira af ósigrum okkar en sigrum þar sem þeir ögra okkur og prófa. Árangurinn er einhvern vegin sætari og meira virði þegar við fáum að hafa fyrir því. 

alla vega finnst mér alltaf mínar smákökur betri en þær sem ég kaupi út í búð :) 

Eigðu
Gleðileg jól og farsælt komandi ár 
takk fyrir innlitið á árinu og vertu velkominn á því næsta < :0)
 

Mig langar að þakka öllum þeim sem hafa komið til mín á árinu hvort sem það hefur verið í gegnum netið  i svarboxinu,einkatíma niður í kærleikssetri  eða einkatíma á Akureyri 
vona að leiðsögn mín og heilun hafi gefið ykkur  gott veganesti

og þið sem hafði kíkt reglulega inn á síðuna mína verði ykkur að góðu :)

J'ola kveðjur
Hólmfríður Ásta Steinarsdóttir
[email protected]

12.12.2010 23:25

vandast valið

Eftir rólegan eða ekki svo rólegan nóvember mánuð þá tek ég til við að tjá mig á ný.

Það hefur aðeins breyst flæðið hjá mér í vinnunni og meira að koma inn heilunarvinnan sem mér finnst jákvætt þar sem ég þeirrar trúar að jú.. það eru ákveðinnir atburðir, tækifæri og áföll sem engin stjórnar en valið er alltaf okkar hvernig við bregðumst við og vinnum úr.

Ég held og það er mín tilfinning að fólk sé meira meðvitað um að með því að hugsa vel um sig andlega og líkamlega þá gengur allt miklu betur. Það er auðveldara að segja en gera og það er engin fullkominn.

En ég held við ættum að reyna að sætta okkur við þá staðreynd að við getum einungis verðið besta mögulega útgáfan af okkur sjálfum en ekki öðrum.

En þá er spurninginn.. hver er besta útgáfan af okkur?

Ég las einhverstaðar "hugsaðu um sjálfan þig eins og þú myndir hugsa um barnið þitt"  út frá mínum skilningi þá endurspegla börninn okkar ummönnun.

við pössum upp á hlíðarföt barnana að þau borði rétt, að þau fái stuðning, að það sé regla á svefn, hrósum þeim við hvert afrek svo þau viti hvers virði þau eru og knúsum þau og segjum þeim að við elskum þau


Þetta er auðvitað bara brota brot af því hversu vel við hugsum um hverja hlið sem snýr að lífi barna okkar en þá komum við aftur að spurningunni afhverju gerum við ekki það sama fyrir okkur sjálf.

Við erum jú fyrirmynd barna okkar?

Börninn taka okkur sem fyrirmynd og ef við hugsum okkur sem bestu útgáfuna af okkur fá börninn okkar bestu hugsanlegu fyrirmynd.

Það breytir þér engin við getum orðið fyrir áhrifum og atburðum sem móta okkur en hvernig við kjósum að koma fram við okkur sjálf, hvar okkar strik eru gagnvart hegðun annara og svo hegðun okkar gagnvart öðrum stjórnar því hvort fólk velur að vera í kringum okkur og hvernig við veljum fólkið í okkar nærveru.

Það þýðir ekkert að fara í sandkassa leik og segja .. "hann gerði þetta eða hitt"  Það er alltaf val hvort sem valið er að gera eitthvað eða gera ekki neitt.

Það er alltaf val ..ekkert alltaf auðvelt og breytilegt það sem er gott í dag er ekkert frekar gott á morgun og öfugt.

Það eina sem hægt er að gera er að vera trúr sjálfum sér og meina þau orð sem sögð eru og virða rétt annara til að gera það sama.

Kondu fram við sjálfan þig eins og þú vilt að barnið þitt hugsi um sig

Kondu fram við sjálfan þig eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig

Kondu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig

við höfum okkar id ego og súper ego.. undir fötunum skelinni og ilmefnunum leyfum þeim öllum að njóta sín :)

leikur þroski og agi  er góður þríhyrningur

Þetta er jú mín skoðun og ég á enga aðra :)

23.11.2010 01:20

Innri styrkur sannur styrkur

Ég hef ekkert verið alltof upptekin við að koma skoðunum mínum á framfæri en hugsað þess meira og er nú komið að því að koma hugrenningum mínum í orð.

Mín skoðun er sú að við metum alltof oft styrkleika okkar út frá því hversu mikið við erum til staðar fyrir aðra. Hversu mikið við hjálpum öðrum, erum til staðar sem foreldri, vinur og starfskraftur jafnvel.

En hver er okkar innri styrkur ef hann er byggður á utan aðkomandi breytum. Ef allt þetta væri tekið frá okkur, fólkið sem reiðir sig á okkur, Börninn fara jú að heiman, makinn fellur frá, við hugsanlega missum vinnuna hvar er þá styrkleiki okkar?

Jú þá finnum við svo sannarlega hver okkar eiginlegi styrkur er. Okkar innri styrkur.

Ég vil mæla okkar innri styrk í því hversu vel við stöndum með okkur sjálfum og hversu vel við hugsum um eigið sálartetur þannig að við gætum staðið óstudd ef til þess kæmi.

Það er víst nokkuð ljóst að lífið verður á einhverjum tímapunkti erfitt og það eru ekki alltaf einhverjir til að styðja sig við.

Manneskja sem sannarlega hefur mikinn innri styrk er meira upptekinn af því að þú getur staðið sjálfur en að þú getir hallað þér að henni. Og er tilbúin að hjálpa þér við það.

Móðir sem lifir í gegnum börninn sýn týnist á meðan móðir sem styður við sjálfstæði barna sinna heldur áfram vitandi hver hún er.

Það að nota aðra sem afsökun er líka ekki sanngjarnt gagnvart okkar nánasta fólki.

Það er engum að kenna að þú ert svona eða hinsegin. Þú hefur alltaf val þú getur lennt í allskonar aðstæðum, hræðilegum áföllum,vandræðanlegum atvikum, niðurlægjandi aðstöðu, Það er allt til í lífinu sem hægt er að henda þér út í bara svo þú lærir að þinn innri styrkur fellst ekki í hvaða valkostir þér hafa verið gefnir heldur hvað þú valdir og hvort þú valdir fyrir sjálfa þig eða aðra.

Allar ákvarðanir sem þú tekur berðu ábyrgð á. Þú gerir maninum þínum ekki greiða með að vera áfram með honum ef þú ert ekki hamingjusöm. Hvaða maður vill konu sem er ekki ánægð með honum og öfugt.

Við berum ekki ábyrgð á öðrum sem komnir eru með vit og æru. en við berum ábyrgð á okkur sjálfum, orðum okkar aðgerðum og þá ákvörðun að aðhafast ekki.

Um leið og sátt skapast um það að við getum einungis breytt okkur sjálfum og betrum bætt og engin annar nema kannski börninn okkar, gerum við okkur grein fyrir að við höfum engan rétt til að breyta öðrum. Hvar er línan sem við leggjum fyrir aðra þar sem þeir meiga stíga í kringum okkur.

Komum fram við náungan eins og við viljum láta koma fram við okkur .

Ef þú ert ekki sammála þá er það allt í lagi því þú hefur rétt á þinni skoðun. Og þú hefur rétt á að tjá þá skoðun en þú hefur ekki rétt á að traðka niður viðrhorf annara

Ekki kenna barninu þínu um að þú fórst ekki í skóla vegna þess þú varst ólétt og varðst að hætta. Þú tókst ákvörðinina og þú átt alltaf valkost að fara aftur í skóla.

Það má alltaf finna afsakanir og það má alltaf réttlæta afhverju þú fylgdir ekki því sem þig langaði til.

En Taktu ábyrgð. Ef þú gerir mistök horfstu í augu við sjálfa þig og sjá þú hefur valkost.


Það er alltaf lausn á öllum vandarmálum, það eru ekkert endilega skemmtilegar lausnir en lausnir samt sem áður. Það er jú nokkuð ljóst að Eggið þarf að brotna til að unginn komist út og geti hafið nýtt líf

21.10.2010 18:43

Sjálfskoðun orkustöðva

Það er búin að vera ákveðin heilsubylgja í gangi síðustu misseri maður sér prótein út um allt og sífellt spá í innihaldi á hinu og þessu. Og þá sérstaklega eftir að verðlag hækkaði. Meiri hugsun fer í hvað við erum að kaupa fyrir peningana.

í Framhaldi af því að ég byrjaði núna þjálfun til reikimeistara hef ég verið að þýða ákveðna texta og svona verið að hugsa soldið nánar um orkustöðvar en ég hef gert hingað til. J'u þær eru þarna og hver hefur sinn tilgang en ég verð að viðurkenna að ég hef kannski ekki sinnt hverri og einni jafnv mikið. Kannski er það bara vegna þes að þegar komið er að hjartastöðinni þá einfaldlega sofna ég bara út frá reikinu.

En núna er ég miklu duglegri og sé líka mun á sjálfri mér eftir á. Það að jafna út orkuna í okkur er okkur holt.

Ég hef alla tíð haft þá trú að við getum notað liti til að jafna okkur út .. virkja orkustöðvar. Á tímabili þegar ég gekk með stelpuna mína var ég rosa hrifin af appelsínu gulu en það er jú litur magastöðvarinar. Og undanfarna mánuði hefur mér alltaf liðið best í fjólubláu sem er litur hvirfilstöðvarinar.

Það er í raun mjög merkilegt að svo einfaldur hlutur eins og að klæðast ákveðnum litum geti haft áhrif á líðan okkar andlega og líkamlega. Svo einfaldur að við ættum ekki að líta framhjá því.

ég rakst á þessa síðu um orkustöðvar og er hún mjög góð. Þar er meðal annars fróðleikur um hverja orkustöð fyrir sig hvaða litir, líffæri og líðan tengist henni. Eins hvernig það kemur fram þegar ójanvægi er í þessari tilteknu orkustöð.

Mæli eindregið með að kíkja þarna inn http://www.chakraenergy.com/system.html 

og svo minni ég á að þótt ég sé að taka í spámiðlun og þú fáir smá sýnishorn af heilun þegar þú kemur til mín þá bíð ég líka upp á reikimeðferðir en reiki er náttúruleg tegund heilunar sem gengur út á að jafna einmitt orkustreymið milli orkustöðvana. En þetta er líka sjálfsvinna til að viðhalda þeim árangri sem næst. En sú sjálfsvinna felst aðallega í að passa upp á okkuir sjálf tilfinningalega og líkamlega.

En reiki hjálpar og það er tilgangur þess. Þannig að ef þú upplifir að þig vanti hjálp til að koma þér af stað þá endilega hafðu samband
[email protected]

Hafðu það gott fyrir sjálfa þig. Settu þig í fyrsta sæti því þá ertu heil í að hugsa um aðra.

Hólmfríður Ásta

orkustöðva kort fengið að láni frá charaenergy.com http://www.chakraenergy.com/chart.html 

21.09.2010 15:27

Akureyri 24 - 26 sept.


Þá er það norðurlandið á ný og verð ég að spá þar um næstu helgi.
Ég er byrjuð að bóka í tíma en á einhverja tíma lausa :)

Verður gott að komast norður og endurnæra sig fyrir veturinn.

17.09.2010 21:49

Hvað getur þú gert til að bæta líf þitt ?

Þegar við höfum áttað okkur á að sú orka sem við gefum af okkur í formi tilfinninga eða hugsana er óháð tíma og rúmi erum við frjáls.

Frjáls til að nota orku okkar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt án eftirsjár eða sem eyðileggingu fyrir okkur sjálf g aðra.

Hvernig þú hugsar um umhverfi þitt og sjálf endurspeglar sig í framtíð þinni og veröld.

líttu í kringum þig og sjá hvaða tól þú hefur og hversu lítill hlutur getur skipt miklu máli

Eitt orð getur brotið mann eða bætt . nei eða já

Hvaða lit hefur þú valið í líf þitt í dag ? Svartan til að fela þig og orku þína.. verja þig ?
hvítan til að sýna þig og sakleysi þitt innra barn sveipa þig krafti svo þú sýnist stærri ?
bleikan í átt að ástinni vínrauðan í átt að ástríðu þinni rauðan í átt að krafti þínum og framkvæmdum
grænan til að koma af stað vexti og hreifingu í líf þitt.
fjólubláan og bláan fyrir hina andlegu tengingu.. en hengdu þig ekki í skýjinn með ljósbláum

verum vakandi fyrir þeim litum sem okkur líður vel í og prófum okkur áfram í jarðtengingu með brúnum tónum..

veldu þér smá appelsínugulan í hugan og þess utan næst þegar þú telur þig þurfa heilunar..

Svona gæti ég haldið endalaust áfram.. Hversu oft klæðum við okkur í Gulan lit dómgreindar og visku?

13.09.2010 20:39

Heimsljós :)

Um helgina var dagur heildrænar heilsu í Mosfellsbæ í lágafellskóla og var þar ótrúlegt úrval af allskonar kynningum á starfsemi sem passar kannski ekki inn í heilbrigðiskerfið en passar inn í heilsuna og vilja okkar til að bæta okkur og betra. Sá margt áhugavert og hefði viljað skoða meira eins og öreinda skanna sem gefur til kynna hvað við höfum ofnæmi fyrir í mat, fá að prófa bowen og láta spá fyrir mér.

Fékk þó að prófa gott te og smá spá með sígunaspilum sem ég hafði ekki séð áður, tók ég með mér nokkuð af bæklingum sem bíða þess að ég skoði nákvæmlega.

Þessa helgi bauð ég upp á Árulestur og leiðsögn, þar að segja kom með þá liti sem ég sá mest áberandi í árunni og lestur á persónu og líkama í kjölfar þess, leiðbeindi í hvaða liti væri gott að taka inn því litir hafa áhrif á salatetrið okkar. Og gaf reiki heilun.

Mér til ánægju virtust allir vera voða sáttir við það sem kom fram og vona ég að það fylgi þeim áfram.

Þegar ég byrjaði aftur að spá og taka í einkatíma á ný fyrir um 3 árum gerði ég þá breytingu að ég byrjaði tímann á því að gefa heilun og vildi ég þá með því gefa fólki aðeins extra, smá saman hefur þetta þróast út í lestur á áru og svo hefur tenginginn styrkst með þessari heilun sem leið fyrir upplýsingar að berast.

Ég er miðill upplýsinga og orku. Það er ekki mitt að taka ákvarðanir fyrir fólk eða geta í eyðurnar. Ég get einungis komið á framfæri því sem til mín kemur hvort sem það er í myndum eða máli.

En það er samt ánægulegt að fá gott feed back þrátt fyrir vinnuálag sem vissulega var um helgina þá gaf þétta mér ótrúlega mikið að leyfa heiluninni og miðluninni að vera í aðalhlutverki :)

Takk þið sem hjálpuðu og þið sem fenguð að njóta að mér meðtalinni :)

Ég er bara ég

10.09.2010 00:27

Akureyri helgina 24 sept.


En á ný stefni ég norður, er planið að vera helgina 24 til 26 og verður gott að komast aðeins út úr bænum.

Þessi tími september mánuður virðist ætla að líða ansi fljótt sem aldrei fyrr og mikið a ske.

núna um helgina verður til dæmis www.heimsljos.is  og verð ég þar með stutta lestra, árulestur og heilun sem sagt gaman.

ég hef verið að skoða soldið hugmyndir um Dýra Tótem og lesa um það.

Spurninginn sem maður veltir líka fyrir sér hvað er Tótem og hvað þá Dýra Tótem.

Ég skil það þannig að þarna sé um að ræða dýr sem veitir okkur innblástur eða stendur fyrir ákveðnum tilfinningum eða einkennum sem við viljum búa yfir okkur til þroska og hagsbóta á ákveðnum tímapunkti. Ég vona að þetta meiki sens því ég svona er að reyna að skilja á sama tíma.

samkvæmt indjánum þá ertu fæddur inn í ákveðið dýr samanber vestrænu stjörnumerkinn og svo getur þú íhugað og þá á dýrið sem vinnur með þér að birtast þér.

Myndinn af dýrinu mínu var fljótt að koma til mín. Það var mér til undrunar fjallaljón eða púma en þegar ég les skýringar þá passar það fullkomlega.

það er gaman að kynna sér mismunandi hugmyndir l

Ég stend oft og mörgu sinnum fram fyrir einni mjög mikilvægari spurningu

Er þetta raunverulega til?  mér finnst ég verða fyrir sífelldri ögrun í því að hvað er þessi venjulegi heimur og svo anda heimur. Það að samþykkja að það sé eitthvað þarna hinum megin er náttúrulega stórt skref en .. hinu megin hvar ?

14.08.2010 01:22

Ótitlað

Það er búið að vera soldið fart á frúnni eða frökeninni þessa dagana eins og flestra að njóta þess að vera úti og fara norður sérstaklega.

Það er alltaf rosa gott að koma norður á akureyri og norður í land. Það er eitthvað sérstakt við orkuna fyrir norðan. Ég tengi það við orkuna í náttúrunni þar, það er annar hraði og svo virðist sem allt sé gamalgróið. Ég er kannski bara svona gömul sál að mér líður best innan um gömul hús.

Allt svo gróið og grænt sólinn svo heit og þessi friður sem fylgir að vera fyrir norðan.

Ég held við höfum öll gott af því að finna okkur okkar orkustað. Stað úti í nátturunni, eða kósí kaffihús þar sem þú getur setið úti með blaðið og kaffibollan í friði ein eða með öðrum, einhvern stað þar sem þú getur verið einn með hugsunum þínum og fundið jafnvægi á orkuna þína, laus við áreiti eða kröfur um annað en láta þér líða vel.

Það þarf ekki allt að kosta. Það kostar ekkert að vera þú þar sem það sem gerir þig að þér kemur að innann. auðvitað eigum við að huga að öllum pakkanum.. svo okkur líði vel utan sem innan..

En við þurfum stundum að fá að vera bara við og engin annar.. og það þýðir lítt að forðast það.. það kemur að því einn daginn.. og þá er betra að kjósa staðinn sjálf þar sem við feisum okkur og tilfinningar okkar heldur að standa frammi fyrir þeim óvænt á einhverjum stað sem okkur líður ekki vel eða tíma sem hentar okkur ekki.

tökum okkur í smá yfirhalningu og vinnslu á okkar orkustað þar sem okkur líður vel svo við seum líka tilbúin fyrir hvað sem lífið færir okkur..

lífið er ljúft leikur með þér
listinn er að njóta og elska
sýndu og sannaðu hvert þitt sanna eðli er
hamingjuna þarf ekki að kosta

eigðu góðan dag fyrir þig :)

Hólmfríður

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 22
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 222
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 418008
Samtals gestir: 61801
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 00:30:17

Spáspjall