Færslur: 2013 Febrúar

27.02.2013 13:59

Reiki sem hluti af hefðbundnum lækningum

Nú þegar vorið er að nálgast fer ég aftur að vera með reiki námskeið. 

Hver Reiki meistari eða iðkandi hefur sína leið til að nota reiki fyrir sig persónulega, fyrir aðra, með öðru eins og nuddi eða jóga. 

Eingöngu Reikimeistarar geta samt sem áður kennt Reiki. 


Ég nota oft flugvélar myndlíkinguna þegar ég útskýri mikilvægi þess að hugsa fyrst vel um okkur sjálf í stað þess að einblína á að hjálpa öðrum. 

Þegar þú færð leiðbeiningar um viðbrögð í flugi og ert með barnið þitt með þér. Það detta niður súrefnisgrímur og þá ! átt þú að setja grímu fyrst á sjálfa þig og svo á barnið þitt. 

Ef þú missir meðvitund hver setur þá grímu á barnið þitt? ef barnið þitt missir meðvitund þá getur þú samt sem áður sett grímuna á það og það getur náð aftur meðvitund. 

Reiki er fyrst og fremst sjálfsrækt, hjálp við að minnka stress og álag á líkama okkar og andlegu líðan okkar til að gera líkama okkar auðveldara fyrir að heila sig sjálfan. 

Líkaminn grær en hann gerir það hraðar með Reiki orkunni. Ég hef alltaf haft þá skoðun að þeir sem eru mikið í að sinna sjúkum eða í ummönnunarstörfum, eða bara starfa með börnum, myndu "græða" á því að hafa reikiorkuna, Bæði til þess að brenna ekki upp eða ganga á eigin orku í starfi heldur vera miðlun orku og geta þá hjálpað en frekar. 

Í myndbandinu hér fyrir neðan er viðtal við Reikimeistara sem starfar í Bandaríkjunum sem ég hef fylgst soldið með og hún hefur starfað inn á sjúkrastofnunum með sjúklingum og hjúkrunarfólkinu og þótt það sé langt er það vel þess virði að horfa á. 

http://www.goodlifeproject.com/pamela-miles-reiki/

Reiki er einfalt jákvætt og getur ekki skaðað á neinn hátt. 


Ég byrja svo með Reiki námskeið 1 og 2 stig um miðjan mai og áfram í sumar.

jákvæðni bros æðruleysi  náungakærleikur sjálfsvirðing og sjálfsvitund  verkjaleysi 
jafnvægi í líkama og sál  þetta er eitt af mörgum kostum sem fylgja því að stunda reiki á sjálfum sér. 




  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 158
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 222
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 418144
Samtals gestir: 61804
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 02:17:18

Spáspjall