Færslur: 2010 Maí

21.05.2010 21:20

Veistu bestu útgáfuna af þér?

Hversu vel þekkirðu sjálfan þig?
Geturðu horfst í augu við sjálfa þig í spegli?

Geturðu sagt við þig .. ég er manneskjan sem skiptir mig mestu máli?

 Ég þarf pláss til að vera ég

 Ég á skilið að líða vel og hef rétt á því að sinna mér og því sem skiptir mig mestu máli.


Hverstu meðvituð ertu í raun um afhverju þú lifir lífi þínu eins og þú gerir.  Klæðir þú þig alltaf í svart til að fela hugsanlega galla sem þú sérð hjá sjálfri þér eða til að fela líkama þinn. Eða klæðir þú þig í litina sem þú dregst að.

Hluti af því að finnast maður vera heill er að geta verið sátt við sjálfan sig í þeirri mynd sem maður er.

vera jákvæð gagnvart sér og gefa sjálfri sér séns á að gera betur. Hafa trú á eigin getu og hæfileikum.

viðurkenna mistök því um leið og mistökinn eru viðurkennd er hægt að laga þau.

Horfast í augu við að þú getur einungis breytt sjálfri þér og þú kennir fólki hvernig það á að koma fram við þig.

Ef þú leyfir fólki að koma fram við þig á ákveðin hátt þá gefur þú samþykki þitt.

Þú ert þú og það getur engin annar verið þú og þar að leiðandi ert þú einstök/einstakur og átt þinn tilverurétt.

sinntu sjálfri þér því það nær engin eins vel til þín og þú sjálf.

Það eru ekki til afsakanir.. fróðleikur gjörsamlega valtar yfir okkur á hverju götuhorni. Bókasöfn, netið til dæmis.

Stefndu á að vera besta útgáfan af sjálfri þér því það er besta þú.

láttu þér líða vel en ekki á eigin kostnað

dragðu þig ekki niður fyrir hluti sem þú færð ekki breytt öðru vísi en að endurtaka þá ekki.

elskaðu sjálfan þig.. því ef þú gerir það ekki því ætti þá einhver annar að gera það.



Kærleikinn kissir kynn þína og loðir við

leikur sér að eldinum og sofnar

brennur upp og gufar í geiminn

en kemur aftur niður þegar þú vaknar

andaðu honum að þér og frá

þú sofnaðir kærleikanum hjá

þú ert þitt eigið ljós

farðu af stað þinum veginum á


03.05.2010 22:59

Víkingakortinn mín

Vikingakortin hennar Guðrúnar Bergmann hafa fylgt mér í tugi ára. Þau er hægt að nota til spádóma en mér finnst best að nota þau fyrir sjálfan mig. Þegar ég stend frammi fyrir ákvörðun eða er ekki viss hvert næsta skref verður.

Ég dró eitt spil fyrir daginn í dag og það er spilið Landkönnun sem stendur fyrir að nú sé tími til að sigla af stað í átt að nýjum ævintýrum. Hvatning til að leita sér frekari upplýsinga og þroskaleiða.

Þetta sé rétti tíminn til að kanna ókannaðar slóðir og henda sér af stað :)

það er jú það sem stendur yfir núna emoticon

spil sem hitti í mark sem þau reyndar gera alltaf. emoticon


  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 79
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 222
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 418065
Samtals gestir: 61802
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 01:13:30

Spáspjall