Færslur: 2012 Október

26.10.2012 03:14

Reiki á netinu


Ég hef oft hugsað hvað það væri gaman að láta gera vísindalega rannsókn á virkni Reiki og datt í smá leitarham eftir sambærilegum rannsóknum erlendis. 

Það sem ég hef komist að kemur mér ekki á óvart en Reiki er notað víða og hefur verið rannsakað að einhverju leiti með öðrum aðferðum frá 1993 að því mér hefur sýnst. 

Ég rakst á þessa rannsókn meðal annars 



Svo rakst ég á þessa doktors ritgerð er tengist Hjúkrunarkonum sem nota reiki. 


Fann einnig þessa síðu sem virðist hafa helling af áhugaverðum linkum sem snúa að Reiki en ég ábyrgist auðvitað ekkert það efni sem er á þessari síðu frekar en annari. 


Og svo eru svona linkar eins og þessi sem leiðbeinir hvernig meigi læra reiki heiman frá sér og selur 
fólki þá hugmynd að það geti lært reiki með því að læra efnið og svo framvegins.

Það skal tekið fram að ég tel að við höfum öll í okkur nátturulega getu til að heila hvort annað með snertingu. En mín skoðun er sú að í því tilfelli erum við að gefa af okkur eigin orku eða kærleika. 

við vitum jú all flest hvað gott og hlýtt faðmlag getur látið okkur líða vel. Hversu vel okkur getur liðið að halda á ungabarni eða þegar dýrin okkar vilja kúra hjá okkur. 

Munurinn á reiki heilun er nátturulega sá að þá er það utan að komandi orka Reiki orkan sem við sækjum okkur til heilunar og aðrir geta sótt í gegnum okkur sem reiki heilara og þá skiptir ekki máli hvaða stigi hefur verið lokið í reiki heilun þegar um er að ræða heilun með snertingu. Fjarheilun á einungis við þegar tekið hefur 2 stig, 3 stig eða meistarinn. 

Því verður maður soldið vonsvikinn að sjá svona efni sem hefur ekkert að gera með hvernig Reiki á að kennast. 

Aðgangur að Reiki orkunni virkjast ekki nema með vígslu hjá Reikimeistara. Og mikilvægt að leita sér upplýsinga hvernig viðkomandi sem gefur sig út fyrir að veita reiki heilun hefur lært og að viðkomandi geti sýnt fram á að hafa lokið sínu stigi með tilheyrandi skirteini frá reikimeistara. 



Fyrir þá sem hafa áhuga á að prófa reiki heilun eða vita hvað í henni felst þá má endilega hafa samband við mig í síma 8673647 eða á [email protected]

Ef þig langar til að biðja um fjarheilun vegna þín eða einhvers sem þú telur að þurfi á aukaorku að halda máttu endilega senda mér email með nafni staðsetningu og hvort það sé eitthvað sérstakt sem eigi að senda vegna. Allar upplýsingar eru trúnaðarupplýsingar. 

hér er svo linkur sem sýnir sjálfboðastarf á vegum rauðakrossins í singapore þar sem reikiheilarar fara inn á sjúkrastofnanir og vinna sjálfboðastarf. 





23.10.2012 13:24

Hvað finnst þér?


Þú sem ert að skoða síðuna mína eftir hverju ertu að leita?


Ég vona að þú finnir það :) 



En það sem er á næstunni hjá mér er að ég er byrjuð að bóka á reiki 1 og reiki 2 námskeið. 

Er að gæla við Reiki námskeið núna næstu helgi 28 og 29 okt. Og svo í enda Nóvember. 


Það sem hefur breyst er að ég er núna við yfir daginn í gegnum svarboxið og er hægt að fá spá að deginum sem áður var bara hægt á kvöldinn. 


En voða gott er líka bara að senda mér tölvupóst eða skilaboð og við finnum tíma. 


Ég á lausa tím á næstunni í einkatíma í spámiðlun með Reiki og svo er ég farin að bjóða upp á reikiheilun orkustöðvameðferðir að deginum. 

Annars vona ég bara að þú eigir góðan dag og glasið þitt verði alltaf hálf fullt :) 

Góðar stundir 

Hólmfríður 

8673647

02.10.2012 23:49

Uppgjör sumarsins og framhaldið :)

Þegar ég horfi yfir árið sem núna er langt komið þá get ég ekki annað en hugsað um hversu sterkt maður er leiddur áfram á réttan stað þegar traustið er algjört. 

Ég er ekki að segja að það sé ekki fyrir hendi sjálfstæður vilji sem velji ekki bara það sem ég vil heldur líka það sem ég vil ekki. 

Það eru próf á sjálfsvirðingu og getu til að bjarga sér og standa með sjálfum sér. 

En það eru líka verðlaun fyrir þá vinnu sem látin er út og með því að vera heiðarlegur og standa við sitt þá kemur það margfalt til baka. 

Hver við erum, hvað við segjum gerum og ætlum skiptir máli. 

það að koma fram við okkur sjálf eins og við vildum að aðrir kæmu fram við okkur. 

Sem kona viltu að manni þyki þú falleg..en hvað með þínar eigin hugsanir gagnvart sjálfri þér? 

ertu endalaust að leita að einhverju til að laga? Eða horfir þú á þig sem fallega veru sem á allt það besta skilið?

Þú meðhöndlar sjálfan þig eins og þú hugsar til þín. Horfðu á sjálfan þig með augum þess sem elskar þig. 

hugsaðu um sjálfan þig eins og einhver sem elskar þig? 

gerðu kröfur til þín að þú hugsir fallega til þín að þú hugsir hvað þú hefur og getur orðið en ekki hvað þú hefur ekki áorkað í fortíðinni. 

Þú ert falleg vera sem á allt gott skilið og getur allt sem þú ætlar þér. 


Svo er þetta að bera ábyrgð á sjálfri sér ..vera meðvituð um eigin orð og framkomu áætlanir og stefnu. 

Þeir sem horfast aldrei í augu við sjálfan sig fara ekki auðveldlega framá við. 



Ég er búin að vera dugleg að kenna þetta árið og er ofboðslega stollt af nemendum mínum sem ég hef fulla trú á að eiga eftir að nýta reiki vel fyrir sig og þá sem þess vilja njóta. 


En fyrst og fremst er tilgangur þess að læra reikiheilun að vinna með sjálfan sig ..að hraða eigin þroska og verða heill sem andleg og líkamleg mannvera. 

það að fá tengingu við Reikiorkuna virkjaða kemur líka af stað ákveðnu þroskaferli þú virkjast og það fara að opnast fyrir þér tækifæri á hlutum sem færa þér þroska. 

Þú ferð að kynnast fólki sem tengist því sem þú ert að læra sambandi við sjálfan þig, Og þú ferð að geta séð sjálfan þig sem einstaka veru að skilda frá tilfinningum annara, ef þú hefur átt við meðvirkni að stríða eða fundist erfitt að aðskilja tilfinningar og orku þína frá öðrum þá finnur þú mun og þá sérstaklega þegar litið er til baka. 

Lífið hættir ekkert að ögra þér en þú átt auðveldara með að takast á við áskorunina. 

Við erum hérna til þess að læra og verða heilli sem manneskjur og öðlast æðri þroska það er engin lauming á því. 

stundum er lærdómurinn einfaldlega sá að við eigum öll rétt á að vera hamingjusöm og vera ekki hrædd í hvert skipti sem okkur líður vel og við erum sátt að það verði tekið af okkur. 


Ég las Bók í sumar sem virkilega opnaði augu mín bæði gagnvart því hvernig ég hef verið að vinna í takt við gamlar hefðir Reiki frá tímum upphafsmannsins og svo um tilgang reiki. 


Það er ofboðslega mikil tíska í gangi varðandi andlega uppljómun að vera "góð manneskja" og á hverjum degi fæ ég sendar inn á vegginn minn á facebook fallegar myndir sem eru uppbyggandi og bera í sér falleg skilaboð um að allt sé gott og blessað á meðan jákvæðu hugarfari er haldið til haga. 

og það er allt gott og blessað. 

En við lifum líka venjulegu lífi þar sem ýmislegt kemur uppá, börn veikjast, detta við skerum okkur það eru pestir að ganga við verðum fyrir áföllum, það koma kannski inn ófyrirséðar breytingar eins og atvinnu missir og hvatning til okkar að breyta lífi okkar. 


þetta eru dæmi um hluti sem við öll á einhverjum tímapunkti þurfum að takast á við þetta venjulega dagsdaglega. 

Ég las bókina hans Guðlaugs Bergmanns "þú ert það sem þú hugsar" árið 2009 og eitt af því frábæra sem hann kom með er að við getum ekki verið 100% jákvæð 

Það er bara ekki hægt mesta lagi 80% og Það sem mér finnst Reiki orkan gefa mér mest er að halda einmitt uppi jákvæðu orkunni, að halda uppi trúnni á að það sé einhver tilgangur með þessu öllu saman og ég geti bara treysti því að ef ég geri mitt besta þá komi restinn inn. 

Og þegar ég lít til baka þá hefur það alveg staðist. púslið raðast upp eins og því er ætlað. 

Það er ekki allt fullkomið en allt hefst sem ætlað er. 


Reiki er það sem ég nota þegar ég sker mig og mér blæðir, sem heldur mér í jafnvægi líkamlega og andlega. 

Það er ekkert sem við ekki getum.. það þarf bara að vera áhugi fyrir því og stundum þurfum við að geta farlægt okkur og breytt þeirri sýn sem við höfum á okkur sjálf. 


Hafið kennslustund á því hvernig við viljum láta koma fram við okkur með því að setja upp línurnar og fara svo eftir því. 

reiki orkan er þessi umbreytanlega og stöðuga orka sem virkar á allt og gefur okkur orku til alls sem við viljum nota hana í svo lengi sem það er jákvætt. 

Svona alveg eins og Kærleikinn 
  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 22
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 222
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 418008
Samtals gestir: 61801
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 00:30:17

Spáspjall