Færslur: 2012 Júní

20.06.2012 10:05

Frábær byrjun á Sumri

Endalaust er búið að vera gaman hjá mér síðustu viku og lofar góðu varðandi sumarið :) 

Ég hef gert það stundum að taka svona vinkonuspá, þar að segja það koma til mín tvær vinkonur í spá og við fáum okkur kaffi og súkkulaði saman, fáum reiki og spámiðlun. 

Seinustu helgi voru þær reyndar 3 og áttum við skemmtilega kvöldstund saman. 

Fyrr í þessum mánuði fór ég í heimahús hjá nokkrum góðum vinkonum sem ákváðu að eiga góða kvöldstund saman og fá spámiðilinn í heimsókn til að fá smá innsýn inn í framtíðina og heilun í leiðinni og það var mjög gaman :) 

það myndast voða skemmtileg stemming og allir voða ánægðir. 

Seinasta helgi var líka viðburðarrík að því leiti að ég var með Reiki 2.stigs námskeið gekk það voða vel fyrir sig :) 

finnst alveg merkilegt hvað maður er alltaf endurnærður á sálinni eftir að hafa verið í reiki vinnu. 

Ég verð með Reiki 1.stig helgina 30.júni til 1.júli en það er nánast að verða fullt á það. Svo fyrir þá sem vilja koma þá verð ég með annað Reiki 1.stigs námskeið aftur í júli en ekki komin dagsetning hvort það verður helgina 7-8.júli eða helgarnar á eftir verður að ráðast. 

helgina 14.-15.júli verður Reiki 2.stig námskeið og er enþá laust á það námskeið 

Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði voða gott sumar og mörg fræ að koma upp sem hafa tekin sinn tíma að festa rætur í þjóðfélaginu. 

Manneskjan er alltaf að koma meira og meira fram í stað fjöldans og ég sé ekki annað en við höfum ástæðu til að vera bjartsýn. 




13.06.2012 09:59

Reiki 1 og 2 Námskeið

Ég ætla að vera soldið dugleg að vera með námskeið í Reiki í sumar og þá sérstaklega í Júli. 

í Öllum tilvikum er að ræða helgarnámskeið sem eru á laugardegi og sunnudegi frá kl.10 til 16 . 

Næsta Reiki 1 námskeið  verður  dagana 30.júni og 1.júli og er ég þegar byrjuð að taka niður skráningu á það námskeið :) 

Það getur í raun engin vitað hvað er að hafa opið fyrir reiki orkuna án þess að hafa prófað það en það sem ég get þó sagt í viðbót við það sem þegar kemur fram á þessari síðu undir Heilun og svo í bloggfærslum mínum er að þetta breytir lífi þínu.

Næsta Reiki 2 námskeið verður núna um helgina 16.og 17 júni og get ég enþá skráð á það. Svo er næsta Reiki 2 námskeið ekki fyrr en 14.og 15. Júli. 

Undanfari Reiki 2 er í öllum tilfellum að hafa lokið Reiki 1 og hafa skirteini upp á það. 

Ég verð með fleiri námskeið í júli en það er ekki kominn tímasetning á þau námskeið en um að gera að vera bara í sambandi við mig. 

Hafið það nú rosa gott og haldið áfram að brosa til hvors annars og færa hvort öðru yl eins og þið viljið finna ylinn sjálf :) 

Hægt er að hafa samband við mig í [email protected] eða gsm 8673647 eða í gegnum svarboxið. 

Ég mun líka vera meira við í svarboxinu en ég hef verið að undanförnu. 

kveðja 

Hólmfríður emoticon



03.06.2012 22:23

Frábær Helgi :)

Alveg endalaust er þetta búin að vera frábær helgi :) 

sólinn svo gjörsamlega búin að vera að verma okkur og sýna að alltaf birtir um síðir :) 

Ég átti virkilega skemmtilegan Laugardag þar sem ég var með spá Heilunar tímana mína og svo fékk ég smá spá og að smakka blómadropa en það var kynning á þeim þessa helgi. 

Ég veit fátt betra en fá stundum smá tíma fyrir mig þar sem ég rötli um miðbæinn í góðu veðri kíki aðeins á mannlífið í kolaportið og enda oft í bókabúðinni Eymundson með góða bók og gott kaffi og horfi á mannfjöldan fyrir neðan á hraða. 

Ég var einnig þess heiðurs aðnjótandi að kynnast 6 hressum og skemmtilegum konum sem höfðu fyrir að kalla til Moi sér einungis til skemmtunar fróðleiks og auðvitað heilunar :)  

dagurinn var svo toppaður með því að rölta heim í sumarnóttinni í gegnum sannkallaða vin í borginni Elliða ár dalinn. 

Það er mjög mikilvægt að við gefum okkur tíma til að anda aðeins frá okkur koma okkur út undir bert loft og reyna að labba þar sem náttúran hefur fengið smá frið til að vaxa og dafna, ansi mikið líf er í elliðaárdalnum þótt ekkert sjáist og er bara gaman að því. 

Eins uppgvötvaði ég tilvalið ráð ef sækir á mann smá handkuldi eins og oft vill verða hjá mér .. ég fann mér forláta kanínu og sendi á hana fjarheilun. Hún róaðist strax og fór að borða í makindum þótt ég stæði 3 skrefum frá henni. Hún dró svo orku frá mér alla leiðina heim og mér hitnaði á höndunum :)  Góð samvinna þar :) 


Ég verð næst með einkatíma í gjafir jarðar næsta laugardag 9.júni en svo er ég með 2 stigs námskeið í Reiki heilun helgina á eftir og er það 2 daga námskeið sem þegar eru komnir lámarks þáttakendur á en má alltaf bæta við fleirum. 

Svo ætla ég að sjá hvort ekki náist 1 stigs námskeið helgina á eftir eða seinustu helgina í júni 30 - 01. júli :) 

Ég er svona að skoða sumarið og geri ráð fyrir að ég verði með einkatíma flestar helgar sem ég er ekki með námskeið og þá á laugardögum. það er svo ekki fyrr en í haust í September sem ég sé fyrir mér að fara út á land að spá og hugsanlega vera með reiki námskeið. En það má alveg freista mín þangað til. Elska að ferðast og komast aðeins út úr bænum en þetta er jú alltaf bara spurning um aðstöðu á hverjum stað fyrir sig. 

Stefnan er líka að fara að bjóða upp á Orkustöðvameðferðir eða reiki meðferðir með haustinu á virkum dögum í Gjafir jarðar ingólfsstræti 2.  

Margt að gerast  og hlakka til hvað framtíðin ber í skauti sér. 

Það að vera jákvæð bjartsýn og horfa á það sem við getum breytt í stað þess að gráta það sem farið er og verður ekki aftekið er málið. 

Við berum enn og aftur ekki ábyrgð á öðrum heldur einungis okkur sjálfum og stöndum og föllum með eigin gerðum og orðum :) 

segðu eitthvað fallegt um sjálfa þig á hverjum degi og leyfðu þér að vera sú fallega sál sem þú ert. 


Gleðilegt Sumar :) 

Kveðja 

Hólmfríður 


  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 158
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 222
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 418144
Samtals gestir: 61804
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 02:17:18

Spáspjall