Færslur: 2010 Apríl

21.04.2010 16:13

Hvernig er hægt að spá í gegnum netið?

Hvernig er hægt að spá í gegnum netið?

Ég hugsa það þannig..að þegar ég er með manneskju fyrir framan mig hef ég helling af vísbendingum.

Ég sé klæðnað,hárgreiðslu, hvernig viðkomandi talar. Er viðkomandi með giftingahring?

Útlit gefur ýmsar vísbendingar um ytra líf viðkomandi en ekki endilega um innra.

í gegnum netið hverfa þessar vísbendingar,

Fyrir mér er besta tengingin í gegnum netið að sumu leiti önnur er í gegnum síma og hef ég reynnslu af því þar sem ég var ein af þeim fyrstu sem vann sem spákona/spámiðill í gegnum síma á vegum örlagalínunar árið 2000 var ég þar í ár.

Ég bið emoticon almægtið um hjálp/tengingu  og bið um tengingu við minn leiðbeinanda sem ég bið svo um tengingu við leiðbeinanda viðkomandi.

Og þannig fæ ég upplýsingarnar.

Upplýsingarnar koma í formi vissu,sé myndir.

Ég legg spilin að sjálfsögðu og les úr þeim en svo eru ákveðin gullkorn sem koma með.

Það er nefnilega einföldun að halda að hægt sé að túlka spilin alltaf á sama hátt.

Það er hreint ótrúlegt hversu góð tenging getur náðst í gegnum spjall á netinu.

þú færð tækifæri til að spyrja og ég legg fyrir þig árið eða skoða eitthvað sérstakt málefni.



Ég kem aldrei til með að geta sagt nákvæmlega afhverju þetta virkar eins og það virkar. emoticon

Eina sem ég get með sanni sagt að þetta virkar og ánægja þeirra sem ég hef spáð fyrir er mín sönnun.

Njótum nú dagsins og lífsins því dagurinn í dag er farin á morgun og ekkert sem við getum gert til að breyta honum þá.
 
emoticon
  


16.04.2010 00:27

Hvernig virkar síðan ?

Ég hef verið að fá soldið fyrirspurnir hvernig þetta virkar.. og hvað er verið að bjóða upp á síðunni.

Ég hef oft og mörgum sinnum farið til spákonu.. með misjöfnum árangri og mismunandi ánægð..

Það sem mér hefur fundist vanta er þegar ég er heima á kvöldin og kannski að spá í lífið og tilveruna og hugsa hlutina að geta látið spá fyrir mér eða lesa í spil fyrir mig ..

Og þar sem ég er vön að spjalla í gegnum msn eða facebook spjall.. jafnvel verið að draga spil fyrir vini og kunningja.. þá hugsaði ég mér.. bíddu.. afhverju ætti ekki að vera möguleiki að láta bara spá fyrir mér hérna heima..í stað þess að mæta á staðinn, fá svörin þegar spurningarnar eru ferskar.

Og þar kemur spamidill.is inn þar sem ég gæti spáð fyrir fólki.

En hvernig er hægt að útfæra það?

Fyrst datt mér í hug að nota msn.. og stofnaði aðganginn [email protected] sem já er hægt að nota og þá hlusta á það sem ég hef að segja eða geyma spjallið í history. En mér fannst það ekki nógu gott.

Svarbox þjónusta er þjónusta sem hefur verið notuð til dæmis hjá isnic postur.is og gululínunni þar sem einhver er hinum megin við spjallið  og svarar spurningum þínum.

Þú smellir á link og færð samband við "þjónustufulltrúa" og þegar þig vantar að láta spá fyrir þér er ég þinn þjónustufulltrúi..


Kostir Svarboxins eru ótrúlegir er varðar þessa þjónustu.. það er hægt að fá spjallið sent í tölvuposti eftir að því líkur.

það er hægt að skilja eftir skilaboð og þú veist hvar þú ert í röðinni ef ég er að sinna einhverjum á undan þér.


Ég ætla að leyfa mér að kalla mig frumkvöðull að bjóða upp á þessa þjónustu á þennan hátt og hvet þá sem vilja prófa að prófa..

Takk fyrir að taka þátt í þessu með mér

kveðja

Hólmfríður Ásta

13.04.2010 22:29

Leiðbeinendur

leiðbeinendur.

Fólk hefur ólíkar hugmyndir um hverjir fylgja okkur.. Ég vil meina og tel að ég sé ekki ein um þá skoðun að við höfum leiðbeinendur sem hjálpa okkur ef við biðjum um það.

Ég hef alltaf verið dugleg að biðja um hjálp.. og fengið hana. Hef trúað á að hlutirnir fari á besta veg og þeir hafa gert það.

En það er oft þetta eftir á að hyggja.. þegar við skoðum ákveðna atburði eftir á.. þá sjáum við oft hvar við fengum hjálpina hvort sem það var í formi hugmyndar eða manneskju sem var þarna akkurat á réttum tíma til að aðstoða.

Trúinn hefur ótrúleg áhrif.. og bjartsýninn hún stoppar kannski ekki ákveðna atburði en hefur áhrif hvernig við komumst í gegnum þá.

Neikvæði er hindrun jákvæð gagnrýni er góð.. og allir hafa rétt á sínum skoðunum :)


Með því að biðja almættið um tengingu við Leiðbeinendur okkar og biðja svo um að leiðbeinendur okkar sýni sig með einum eða öðrum hætti náum við betri tengingu.

Segjum vilja okkar og biðjum um hluti sem skipta okkur máli.

það er eins með þetta samband eins og önnur þau byrja smátt og vaxa með tímanum eftir því sem við hlúum að því :)

04.04.2010 04:47

trúarjátning

Fyrir 15 árum rataði til mín bók sem heitir Bókin um Rúnir skrifuð af Ralph Blum. Þessi bók er algjör gersemi og eru ýmsir gullmolar sem dvelja á síðum hennar.
Meðal þeirra er þessi Trúarjátning  sem ég tel að eigi erindi við alla :)

Sannleikurinn er sá að lífið er erfitt og hættulegt;
að sá sem leitar hamingjunar finnur hana ekki;
að sá sem er veikur mun þjást;
að sá sem krefst ástar fær ekki notið hennar;
að sá sem er gráðugur fær ekki satt hungur sitt;
að sá sem leitar friðar þarf að berjast;
að aðeins hinir hugrökku þola sannleikann;
að sá einn fær glaðst sem ekki óttast einveru;
að lífið er aðeins fyrir þann sem ekki óttast dauðan
(Joyce Carey)

  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 582
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 477951
Samtals gestir: 68332
Tölur uppfærðar: 12.12.2024 09:02:34

Spáspjall