Færslur: 2011 Júlí

21.07.2011 11:46

Hvað er og gerir Spámiðill?

Hvað gerir Spámiðill ?


Ég get einungis talað út frá eigin samvisku og reynnslu, Ég verð að viðurkenna ég hef ekki oft farið til miðils, Einu sinni farið til Þórunn Maggí þegar ég var um 17 ára og var mjög ánægð og svo ekki síðan.

Ég hef hreinlega ekki haft þörf fyrir það. En ég hef aftur á móti látið spá fyrir mér ótal sinnum og verið ofboðslega mismunandi ánægð og oftast orðið fyrir vonbrigðum til lengri tíma þótt ég viti alveg hvert ég eigi að leita til þeirra sem eru virkilega góðir.

Það er alveg gefið að það fær engin manneskja spámiðill eða spákona vitneskju um allt í lífi þínu sem til hennar eða hans kemur.

Viðkomandi kemur það einfaldlega ekki við. Þú átt þitt Einkalíf og heldur því.

Það hefur engin spákona eða spámiðill rétt á því að taka ákvarðanir fyrir þig sem manneskju þegar um er að ræða stórar ákvarðanir í lífi þínu.

Það er ekkert sem heitir að Spámðili finnist að þú eigir að gera þetta eða hitt. Fólk tekur út þroska við að taka ákvarðanir sem það sjálft ber ábyrgð á og nýtur svo uppskerunar hver sem hún er

En við erum öll forvitinn.

Í vinnu minni sem spámiðill hef ég rekið mig á að oft fer ég inn á það sem þegar er ákveðið en ekki komið á hreint. Staðfestingar. Kem jú með hluti varðandi framtíðina en líka leiðbeiningar um hvernig viðkomandi getur þroskað sig og betrum bætt gef leiðbeiningu um afleiðingar mismunandi leiða. Þetta er ofboðslega grátt svæði. Það er farið í heilsuna hvað er í gangi þar og svo hvað er best að gera. Ég upplifi þetta eins og vitneskju og myndir sem ég þarf að koma til viðkomandi eða lýsa.

Stundum leysum við hnúta saman með því að koma með nýtt sjónarhorn inn í áhyggjuefni sem hefur plagað viðkomandi og léttir kemur.

En það skal alveg vera á hreinu að þegar þú kemur til miðils eða spámiðils (spáaðila) að þú átt ekki að segja viðkomandi neitt um þig og þú ert ekki kominn til að láta rekja úr þér garnirnar.

Svo er hægt að eiga gott spjall eftir að tímanum sem slíkum er lokið og þá er voða gaman að heyra hvað þetta eða hitt passaði vel. Við spámiðlarnir þurfum líka að fá að vita þegar vel gengur :)

Ég hef kosið að nota Reiki heilun með í tengingu minni.

Ástæða þess að ég byrjaði að nota reikiheilun með var að þegar ég byrjaði að auglýsa formlega aftur og vera með einkatíma norður á Akureyri fyrir 3 að verða 4 árum síðan fannst mér sá sem kæmi til mín yrði að minnsta kosti að fá reiki. Þannig að viðkomandi liði vel hvernig sem spádómarnir gengu.

í dag finnst mér ekki vera fullur tími hjá mér nema að viðkomandi hafi fengið heilun í leiðinni.

Heilun er í raun bara tækifæri fyrir aðilan að draga sér þann kærleika eða orku sem viðkomandi þarf til að ná jafnvægi í sinni sál og orku.

Stinga í samband og hlaða batteríið :)

Ég veit ekki afhverju ég sé ákveðnar myndir og get lýst fólki komið með vitneskju sem ég á ekki að vita og svo framvegins.

En ég þarf ekkert að vita allt. Suma hluti á bara að leyfa að vera eins og þeir eru á meðan þeir virka.

Ég bara treysti á sjálfa mig og trúi að ég sé að gera góða hluti.

Og á meðan spurningunni" Ertu sátt/sáttur?" er svarað játandi held ég áfram :)

Hafðu það gott fyrir þig :0)

21.07.2011 11:13

víkings fríið

Þá er ég kominn Norður

Það er búið að vera yndislegt hérna, Sólinn skín á mig loftið er fersk, draumarnir alveg á hundraðinu og vinna með yndislegu fólki :)

Ég er búin að vera núna 2 seinustu daga að vinna inn á Sauðarkrók við að Spá og miðla og allir ánægðir og sáttir en það er fyrir öllu.

Kynnst þarna yndislegu fólki sem er virkilega að gera góða hluti :)


Algjörlega er það nauðsynlegt að fara út úr bænum og vera bara ein hitta vini og nýtt fólk og leyfa sér að vera ein í bíl að keyra og sjá sólsetrinn og vonast til að engin kind álpist fyrir bílinn.

Það er algjörlega mín skoðun að ef maður treystir því og trúir á eigin mátt til framkvæmda og mátt almættisins til að raða hlutunum í réttri röð fyrir mann þá gengur allt betur.

Við skulum ekki velta okkur upp úr því sem aðrir halda eða hugsa. Það gera það allir út frá sér og hver manneskja er einstök.

Við getum aldrei skilið aðra nema hafa gengið í skónum þeirra. Göngum bara við hliðina á fólki í stað þess að reyna að ýta því áfram í einhverjar áttir sem það kærir sig jafnvel ekki um.

ljúf er tilveran dásamleg :)

03.07.2011 23:08

Spá miðlun og heilun í Vestmannaeyjum næstu helgi

Þá er komið að því :) Auglýsing farin út í dagskránni og ég er byrjuð að bóka í vestmannaeyjum næstu helgi.

Hægt er að bóka tíma í síma 8673647 eða [email protected]

Sjáumst

Hólmfríður :)

  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 589
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 477958
Samtals gestir: 68334
Tölur uppfærðar: 12.12.2024 09:24:42

Spáspjall