Færslur: 2013 September
24.09.2013 21:39
Tapaði tíminn frá barninu þínu er ómetanlegur
Maður er alltaf að gera uppgvötvanir sem foreldri, Ég á eina 6 ára dömu.
Ég held til dæmis að barninu mínu hafi verið ætlað að finna mig því ég er alltaf að komast að því hvað hún er frábær í að vera góð við mömmu sína, og kenna henni varðandi kærleikan, og hvað hún kynnist bara góðu í sínu umhverfi í skólanum.
Eftir helgar tvöl hjá pabba sínum þá labbaði hún sér heim úr skólanum og sagði mamma "getum við ekki gert eitthvað saman, farið eitthvað út saman" " farið í gönguferð eða eitthvað"
og ég varð við því og hugsaði það er engin ástæða til að neita barninu um það, bæði gott fyrir hana og gott fyrir mig.
Við fórum af stað og hún hjólaði og ég labbaði. Svo varð nú úr að hún vildi ekki hafa hjólið með sér ákveðin spotta og fór í það að festa við tré og ég benti á að kannski væri sniðugra að festa við ljósastaurinn og þá kom " Mamma ! þú ert svo hugmyndarík" Það þarf kannski ekki mikið til að gleðja mann, en þarna fékk ég algjörlega til baka það sem lagt hefur verið inn með jákvæðri hvatningu og hrósi.
Við ætluðum nefnilega að labba upp að æfingatækjunum.. og við náðum því markmiði, Eg bauð henn oft að fara bara heim, en nei hún ætlaði.
Alveg eins og ég bíð henni oft að það sé allt í lagi að lesa bara tvær blaðsíður eða 5 í lestra bókinni.
Það er ótrúlega frábært að upplifa í gegnum barnið sitt hvernig hlutirnir eiga að vera,
þótt engin sé auðvitað fullkominn þá er það engin afsökun til lengri tíma.
Ég vona að ég muni aldrei týna mér svo af áhyggjum yfir peningum eða fréttunum eða áhugamálunum að ég verði ekki til staðar til að hvetja barnið mitt áfram í lífinu.
Og kenni henni að hún er frábær eins og hún er og allt sem hún ætli sér sem er jákvætt geti hún leikandi.
Það eru nefnilega hlutir eins og læra að pissa úti á bakvið tré þegar maður er alveg í spreng og langt er heim sem lærist bara hjá þeim sem gefur manni mestan tíma.
Sem foreldri til foreldris vona ég að þú gefir þér tíma með barninu þínu.
Skrifað af Hólmfríður Ásta
- 1