Færslur: 2010 Ágúst

14.08.2010 01:22

Ótitlað

Það er búið að vera soldið fart á frúnni eða frökeninni þessa dagana eins og flestra að njóta þess að vera úti og fara norður sérstaklega.

Það er alltaf rosa gott að koma norður á akureyri og norður í land. Það er eitthvað sérstakt við orkuna fyrir norðan. Ég tengi það við orkuna í náttúrunni þar, það er annar hraði og svo virðist sem allt sé gamalgróið. Ég er kannski bara svona gömul sál að mér líður best innan um gömul hús.

Allt svo gróið og grænt sólinn svo heit og þessi friður sem fylgir að vera fyrir norðan.

Ég held við höfum öll gott af því að finna okkur okkar orkustað. Stað úti í nátturunni, eða kósí kaffihús þar sem þú getur setið úti með blaðið og kaffibollan í friði ein eða með öðrum, einhvern stað þar sem þú getur verið einn með hugsunum þínum og fundið jafnvægi á orkuna þína, laus við áreiti eða kröfur um annað en láta þér líða vel.

Það þarf ekki allt að kosta. Það kostar ekkert að vera þú þar sem það sem gerir þig að þér kemur að innann. auðvitað eigum við að huga að öllum pakkanum.. svo okkur líði vel utan sem innan..

En við þurfum stundum að fá að vera bara við og engin annar.. og það þýðir lítt að forðast það.. það kemur að því einn daginn.. og þá er betra að kjósa staðinn sjálf þar sem við feisum okkur og tilfinningar okkar heldur að standa frammi fyrir þeim óvænt á einhverjum stað sem okkur líður ekki vel eða tíma sem hentar okkur ekki.

tökum okkur í smá yfirhalningu og vinnslu á okkar orkustað þar sem okkur líður vel svo við seum líka tilbúin fyrir hvað sem lífið færir okkur..

lífið er ljúft leikur með þér
listinn er að njóta og elska
sýndu og sannaðu hvert þitt sanna eðli er
hamingjuna þarf ekki að kosta

eigðu góðan dag fyrir þig :)

Hólmfríður
  • 1

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 102
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 222
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 418088
Samtals gestir: 61802
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 01:34:33

Spáspjall