16.04.2010 00:27

Hvernig virkar síðan ?

Ég hef verið að fá soldið fyrirspurnir hvernig þetta virkar.. og hvað er verið að bjóða upp á síðunni.

Ég hef oft og mörgum sinnum farið til spákonu.. með misjöfnum árangri og mismunandi ánægð..

Það sem mér hefur fundist vanta er þegar ég er heima á kvöldin og kannski að spá í lífið og tilveruna og hugsa hlutina að geta látið spá fyrir mér eða lesa í spil fyrir mig ..

Og þar sem ég er vön að spjalla í gegnum msn eða facebook spjall.. jafnvel verið að draga spil fyrir vini og kunningja.. þá hugsaði ég mér.. bíddu.. afhverju ætti ekki að vera möguleiki að láta bara spá fyrir mér hérna heima..í stað þess að mæta á staðinn, fá svörin þegar spurningarnar eru ferskar.

Og þar kemur spamidill.is inn þar sem ég gæti spáð fyrir fólki.

En hvernig er hægt að útfæra það?

Fyrst datt mér í hug að nota msn.. og stofnaði aðganginn spamidill@live.com sem já er hægt að nota og þá hlusta á það sem ég hef að segja eða geyma spjallið í history. En mér fannst það ekki nógu gott.

Svarbox þjónusta er þjónusta sem hefur verið notuð til dæmis hjá isnic postur.is og gululínunni þar sem einhver er hinum megin við spjallið  og svarar spurningum þínum.

Þú smellir á link og færð samband við "þjónustufulltrúa" og þegar þig vantar að láta spá fyrir þér er ég þinn þjónustufulltrúi..


Kostir Svarboxins eru ótrúlegir er varðar þessa þjónustu.. það er hægt að fá spjallið sent í tölvuposti eftir að því líkur.

það er hægt að skilja eftir skilaboð og þú veist hvar þú ert í röðinni ef ég er að sinna einhverjum á undan þér.


Ég ætla að leyfa mér að kalla mig frumkvöðull að bjóða upp á þessa þjónustu á þennan hátt og hvet þá sem vilja prófa að prófa..

Takk fyrir að taka þátt í þessu með mér

kveðja

Hólmfríður Ásta

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 100
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 533713
Samtals gestir: 124395
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 18:59:24