12.02.2014 02:13

Hamingjan er í huganum


Það var helst til kalt í dag og mín ekkert voða vel klædd, sem er óvenjulegt. vantaði alveg húfu og vettlinga. 

Ég var næstum farin að stressa mig yfir vagninum þegar ég leit á klukkuna og planið og sá að ég var 3 mínútum á undan honum. 

Á leiðinni heim snéri ég bakið í áfanga stað minn og horfði út um gluggan, naut þess að fá sólina í andlitið og hugsaði hvað ég í raun væri hamingjusöm. 

Dagurinn var einstaklega vel heppnaður, Átti mjög góðan morgun með ástinni minni og rétt náði strætó í skólan og þótt ég væri kannski ekki alveg nógu lesin fyrir tíman þá náði ég að vinna það upp og eins og alltaf var mjög gaman. Ég hef áhuga á því sem ég er að læra og kennarinn opnaði fyrir skilning á efninu sem gerði það áhugaverðara. 

í stað þess að hlaupa i strætó þá leyfði ég mér að fá mér sushi og smá skyrdesert ..sem er bara lúxus í mínum huga og svo las ég aðeins áður en ég rölti í strætó heim. 

og í þessari strætóferð minni naut ég litlu atriðana eins og litlu hvirfilvindana sem mynduðust á gangstéttinni, að sjá strák ná að hlaupa upp strætó. Sólina í andlitið, 

Og ró mín var slík að þegar dóttir mín byrjaði með sitt að verða vanalega greyi ég þá virkaði það ekki og hún bara sleppti því. 

Ég átta mig alveg á hvað er í gangi, það er hugarfar mitt og líðan. 

Ég var nefnilega með Reiki námskeið um helgina, Ég er fyrst til að viðurkenna að ég gleymi oft að sinna sjálfri mér. Og eins og ég nota reiki heilun mjög mikið á aðra þá gleymi ég oft að taka mig alla í gegn. 


En fyrir og á reiki námskeiðum er ekki annað hægt. Og þar sem allt virðist vera að falla í góðan jarðveg á öðrum sviðum lífs míns þá ákvað ég að nú væri kominn tími á daglega meðferð. 

Þetta er það sem ég presentera fyrir nemendum mínum að skipti svo miklu máli. Og það gerir það. 

Ég fékk skeiðklukkuna mína fyrir helgi sem hafði verið að heiman og því var engin hætta á að ég myndi sofna út frá sólarplexusinum svo um leið og ég kom heim, eftir að hafa fengið mér einn kaffibolla og smá með því settist mín í sófan og tók sjálfan sig í reiki eina og hálfa mín á hvern stað. 

Ég mundi nefnilega eftir því að það sem hjálpar við að vera hamingjusöm er mitt hugarfar gagnvart því sem ég mæti á hverjum degi. 

Ég gæti snúið öllum deginum mínum upp í ranghverfu sína bara með því að vera neikvæð og niðurdrepandi, 

reiki hjálpar mér og styrkir, það verður allt svo auðvelt, bjart og lífið fer að snúast um lausnir en ekki hindranir. 

Ég elska að kenna Usui Reiki það er fátt sem gefur mér meira en að sjá fólk átta sig á að það hefur fengið nýtt vald á lífi sínu. 


Ég segi við stelpuna mína 6 ára að ég sé að gefa henni ljós þegar hún fær reiki. Og ég vona að í framtíðinni fái margir tækifæri til að gera slíkt hið sama. 


Það kemur fyrir að ég fer í vinkonu party og gef hlutaheilun og spái í spilin og miðla fyrir hópum. 


Um seinustu helgi þá gerði ég slíkt. Ekkert svo sem um það að segja annað en ég er ferlega stollt að ungt fólk í dag velji sér frekar að fá atriði eins og mig og borga fyrir það en að fara á fillerí. 

og ég áttaði mig líka á hvað ég er orðin gömul í árum. Því ég sjálf lærði reiki á þeim aldri sem þessi vinkonu hópur var. 

Og ég hugsaði með mér.. hvað væri frábært ef ungt fólk fengi það sem veganesti inn í lífið að geta alltaf brugðist við, með innbyggða eigin skyndihjálp fyrir sál og líkama. Eitthvað sem við þurfum öll. 

mín sýn er sú að besti samherjin hjálpar þér ekki á fætur heldur kennir þér að bjarga þér á fætur ef hann skildi ekki vera til staðar næst þegar þú dettur. 

Þetta er þitt líf. Taktu ábyrgð á því og hugarfari þínu gagnvart því. þannig stjórnar þú þínu lífi, þú stjórnar því nú þegar, bara ómeðvitað. fáðu meðvitund og vertu meðvitaður stjórnandi í lífi þínu til hins betra að þínu mati. 

Febrúar námskeiðið er búið það var seinustu helgi. En næsta námskeið verður 8 - 9.mars næstkomandi 

Nánari upplýsingar í [email protected] 

Farðu vel með þig þú ert einstakt eintak og engin annar eins.


kveðja 

Hólmfríður 

Reikimeistari 2011-2014

Reiki heilari 1994-2014


Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 222
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 417987
Samtals gestir: 61801
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 00:08:39

Spáspjall