29.06.2018 21:59
Þegar Karma bítur
Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að það sem maður lætur út það kemur margfalt til baka.
Fyrst verð ég að segja að mér finnst gott kaffi voða gott, og þá sérstaklega tvöfaldur chappochino.
ég verð að segja mér til varnar að fyrir fyrsta bollan er ég alveg viðræðuhæf en kaffi þráinn er sterk að morgni.
Ég átti erindi í bókhlöðuna í morgun og eftir fund minn þar arkaði ég beinskeit á kaffiteriuna og bað um 2 faldan chappochino en samkvæmt afgreiðsludömunni og vélinni var víst ekki til tvöfaldur eða ekki í boði. Ég gaf henni einfalda lausn því það væri nú ekki flóknara en að bæta bara expresso út í.
hún tók vel í það en gerði annars enga athugasemd. afgreiddi mig með mitt rúmstykki og kaffi, reyndar talaði hún aldrei um nein verð við mig. og ég satt að segja spurði ekki um verð, eftir á fékk ég að vita að það væri skýrum stöfum á veggnum á islensku sem afgreiðslukonan mín talaði því miður ekki.
Eg ætla svo að borga fyrir annars mjög góða rumstykki, var boðið upp á auka ostsneið, og það var þegið og svo kom að því að borga.. og þá svona kom aðeins babb í bátinn því mér fannst nú verðlagið ansi hátt farið fyrir eitt rúmstykki tvær ostsneiðar og kaffi.
þá fékk ég þær upplýsingar að jú ég fengi auka ostsneið en hver ostsneið kostar 50 kr. rúmstykkið var um 450 en ég ætti að borga fyrir tvo kaffi drykki því ég jú bað um expresso út í til að búa til tvöfaldan chapochino. Ég bara kváði.. 900 kr fyrir kaffi bolla, Ég tilkynnti henni að það gengi ekki og ég myndi ekki borga það verð nein staðar. Hennar rök voru sú að þar sem hún væri búin að gera þennan vélar kaffi bolla ætti ég að borga, og ég sagðist þá bara sleppa því, þar sem ég myndi ekki undir nokkrum kringumstæðum borga þetta verð neinstaðar, sérstaklega þar sem það hefði ekki verið tekið fram hvað nein vara myndi kosta.
Eftir að hafa starfað við þjónustu í yfir 10 ár þá er ég nokkuð seif með hvað skal tekið fram í verðlagi og vanin eða góð þjónusta yfirleit á þann veg að láta borga fyrir veitingar áður en kaffi er búið til sérstaklega. Stelpu greyið sá fram á að ég myndi ekki greiða fyrir neitt kaffi þar sem ég væri ekki skyldug til að hætta ekki við þetta blessaða vélarkaffi, lækkaði kaffið hún má eiga það og sagðist myndi þá bara borga mismuninn, sem mér finnst eiginlega hálf fáránlegt, ég efast ekki um að vinnuveitandi hennar sjái á eftir einum expresso. Og svona leikur til að koma einhverju samviskubiti að hjá mér virkar ekki. Ég borgaði minn 930 kall og valdi eitt af tómu borðunum en vildi ekki betur en svo að ég rak mig í og hellti niður sem samsvarar einum expresso yfir borð stól og gólf. Ég fæ víst bara það sem ég borga fyrir..
Skrifað af Hólmfríður Ásta