31.10.2019 21:46

Næmni Hindrun eða hæfileiki til góðs

Næmleiki er orð sem er mjög stórt orð og hægt að gefa því mismunandi meiningu og setja margar hugmyndir á bakvið það. 
Oft á tíðum hef ég upplifað að Næmleika sem einhverskonar veikleika, að vera svo næmur fyrir umhverfi sínu að að það stjórni orðum hegðun gerðum og hugsunum. 

Ég hef oft heyrt næmleika notaðan sem afsökun fyrir að taka ekki ábyrgð á eigin líðan og gerðum. 

Fyrst langar mig til að ræða hvað er að vera ónæmur? ónæmur fyrir umhverfinu er þegar þú ert innhverfur? þegar þú lifir í eigin heimi, en það þýðir ekki að þú sjáir ekki umhverfið þitt, þú bera nemur það á ólíkan hátt, þú lætur það ekki stjórna þér eða þá tekur eftir öðrum hlutum en aðrir. 

sumir eru mjög næmir fyrir nátturu á meðan aðrir eru næmir á fólk, aðrir á tónlist, Svo er fólk sem telur sig vera næmt á annað orkusvið, geta séð eitthvað sem aðrir geta ekki. 

ég tel alveg sama hversu næm eða ónæm þú ert, þá ert það alltaf undir þér sjálfri komið að stjórna eigin líðan hugsunum og gerðum. 

Þetta er bara spurning um að finna réttu leiðina sem hentar þér. Fyrsta spurninginn ætti að vera hversu næm eða næmur ertu á sjálfan þig, þú stendur þér næst, hver ert þú? hvernig líður þér í hinum eða þessum aðstæðum, hvaða hugsanir leita á þig þegar þú hittir mismunandi fólk, ert í mismunandi aðstæðum. 

ertu meðvitaður um þegar umhverfið er farið að móta þig á neikvæðan hátt? að þú finnur fyrir vanlíðan þegar þú fannst ekki fyrir henni aður. ertu næm fyrir því þegar félagsskapur þinn mótar þig, þegar umhverfið þitt mótar þig. Ertu næmur fyrir því hvaða gerðir eru útfrá því sem aðrir segja og hvað er út frá því sem innsæi þitt segir þér? 

Hvaðan koma orð þín um þig innra með þér? koma þau frá gömlum minningum eða frá innsæinu þínu og innri rödd sem þekkir þig og þinn innsta kjarna. Mannskepnan er leir sem endalaust er hægt að móta. Er það virkilega? Þurfum við ekki að fara í gegnum ákveðin þroskaskeið áður en við teljumst talandi, gangandi, sjálfstæðar verur með eigin sjálfsmynd og eiginleika, sérkenni sem eru okkar. Þarf heilinn okkar ekki að fá að þroskast á nátturulegan hátt án inngripa, þurfum við ekki sólarljós eða Dvítamín til að okkur líði vel borðum við ekki til að vaxa og dafna líkamlega. Er ekki allt sem við gerum og segjum það sem mótar okkur, það hvaða afstöðu við tökum gagnvart uppeldi okkar mótar okkur ekki uppeldið. það er hver og einn eyland í eigin líkama og sál, því alveg sama hvað við erum næm á umhverfið okkar þá getur engin tekið frá okkur hugsun okkar. persónuleika. Ég blæs á þá hugmynd að "að vera næm eða ofurnæm" sé nógu góð afsökun til að taka ekki ábyrgð á eigin líðan og lífi, í hegðun og gerðum. Næmleiki er gjöf ekki byrði. Það er allt annað að halda á stóri úlpu í fanginu en að fara bara í hana og njóta. Ef þú ferð ekki í hana og ákveður að halda á henni þá er það þín ákvörðun, og ef það er of heitt til að vera í úlpu áttir þú ekkert að taka hana með. Stundum er fólk of tilbúið í eitthvað sem ekki gerist eins og að halda á úlpu þegar spáð er sól,. Hversu næm/næm ertu fyrir stórum staf í byrjun setningar, gastu lesið í gegn án þess að það truflaði þig kannski er þetta uppeldið þitt, kannski forituninn sem námið þitt hefur fært þér og kannski tókstu ekkert eftir því. En í raun skiptir það engu máli í stóra samhenginu þú gast skilið það sem skrifað er. 

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 121
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 222
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 418107
Samtals gestir: 61802
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 01:55:52

Spáspjall