31.10.2019 22:16

Að rata rétta leið fyrir þig


Iðulega segi ég við fólk, hlustaðu á það sem er verið að segja þér, leiðbeining kemur í hugmyndum þínum gegnum innsæið, þú lest um eitthvað á netinu (það er nú mismunandi hversu tilviljunarkennt það er) það sem þú heyrir í umhverfi þínu og svo hvort sömu skilaboðinn eru að koma aftur og aftur í takt við langanir þínar. 

Mér finnst mjög þægilegt þegar líf mitt er bara í flæði, þá meina ég að hlutir bara gerast eins og þeir eiga að gerast og ég get bara treyst og fylgt með og hlutirnir bara flæða áfram. Stundum finnst mér erfitt að bíða og ég vil taka stjórnina og flýta fyrir en oftast kemur það bara í hausinn á mér aftur. 

Mér hefur alltaf þótt gaman að tækni, og tölvum, ég hef fiktað í myndvinnslu, vefsíðugerð, og kynntist netspjall möguleika löngu áður en það þótti sjálfsagður hlutur eins og í dag. Í dag er það varla fyrirtæki á islandi sem er ekki með möguleika á netspjalli, árið 2001 þegar ég kynntist því fyrst þá var engin á þeim buxunum. 

Það er nauðsynlegt að þróast og aflasér þekkingar, ég er ekki á því að ég þurfi að vera sérfræðingur í öllu sem ég hef lesið og prófað hef ekki þessa æfina í það. En mér finnst mikilvægt að öll sú færni og þekking  sem ég hef "Smakkað á" nýtist mér í því sem ég tek mér fyrir hendur og skapa fyrir sjálfa mig. Ég er ekkert fyrir að fara lengri leiðina að hlutum, ég vil finna skilvirkustu leiðina sem virkar. 

ég þarf ekkert uppfyllingarefni meðlæti með kjötinu bara kjötið sjálft. auðvitað er voða gott að hafa góða sósu með og gott salat, algjör snilld sem gerir heildina að meiri upplifun. en það lifir engin á meðlæti. 

Á sama hátt er næmleiki, skynjun, forspárhæfileikar, næmleiki á orkuheimin, hvernig líkami og andi er í raun samtenging margra örsmára eininga sem hanga saman á sólarorkunni og vatni. 

Það geta allir spáð og það hafa allir tilfinningu fyrir því sem koma skal, það er bara mismunandi hversu við heiðrum þá tilfinningu. 

ég fékk símtal í fyrra dag, boðuð á námskeið sem mér finnst áhugavert og var búin að skrá mig á, en í allan dag hef ég haft á tilfinningunni að ég ætti ekkert að fara eða væri ekki að fara. Hafði samband við viðkomandi, sem ætlaði svo að senda mér upplýsingar en alltaf þessi efi í huga mér, Og ég tók ákvörðunina að hætta við námskeiðið sendi skilaboð þegar ekki var svarað að ég vildi afskrá mig. 

í kvöld sá ég svo tölvupóst þar sem tilkynnt var niðurfelling á námskeiðinu, þetta var aldrei mín ákvörðun, heldur það flæði sem´er i´kringum mig núna, ég fékk einfaldlega þau skilaboð frá innsæi mínu að ég væri ekkert að fara á þetta námskeið um helgina. Og framkvæmdi eftir því. 

Þá er alltaf þessi spurning, hversu mikið er flæði /forlög og hvað er hreinlega tölvan þín eða síminn að hlusta og færa þér upplýsingar útfrá því sem þú segir, svona eins og já manneskja sem samþykkir allt sem þú vilt.  

þegar þú treystir innsæinu og flæðinu og tekur ákvarðanir útfrá því, eða breytir hegðun, orðum, gerðum útfrá því hversu gott flæði er í líkama þínum, á leið þinni í gegnum umhverfið þitt eða hreinlega hversu vel þér líður í umhverfi þínu og hvernig það styður eða hamlar þér þá er í raun ekkert sem stoppar þig í að gera óskir þínar að veruleika. það eru alltaf leiðir, þær eru bara mis erfiðar eftir því hversu langt frá jafnvæginu voginn hallar. 

þu vinnur með það sem þú hefur og skapar möguleika og framþróun eða stöðugleika. Og ræktar garðinn þinn. Það er engin heilagur eða fullkominn og það eiga allir tíma sem þeir vanrækja sig eða skamma sig eða finnst þeir geta gert betur, það er bara partur af því að vera manneskja, að finna þörf fyrir að nota hugan rétt eins og þörf fyrir að nota líkaman. þegar við hættum að þjálfa og treysta á hugan og innsæið þá fer það að ryðga. alveg eins og líkaminn okkar staðnar. 

Alveg sama hversu illa þér líður Brostu! alveg sama hversu pirraður þú ert, brostu, það heyrist þegar þú brosir, það sést þegar þú brosir, þú ferð að brosa að innan þegar þú brosir, það fer þér miklu betur að brosa, það kemur til með að veita þér gleði að brosa, og þá hefur þú enþá betri ástæðu til að brosa, því þegar þú brosir brosir heimurinn við þér. speglaðu sjálfan þig í brosi. 













Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 616
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 311184
Samtals gestir: 45198
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 15:15:51

Spáspjall