22.10.2013 14:15

Reiki námskeið í nóvember og desember.

Nú stendur til að fara af stað með Námskeið í Reiki heilun 1 í Nóvember og Desember. 


Ég ætla að auglýsa þetta með góðum fyrirvara til að gefa fólki tækifæri til að plana sig fyrir jólinn. 


Það eru ekki komnar ákveðnar dagsetningar í nóvember ætla ég að láta það ráðast eftir þeim 
sem koma á námskeiðið. 


Námskeiðið er ávallt 2 dagar. frá um 10 að morgni til 16  og er skylda að vera báða dagana. 

Námskeiðið er annars vegar um helgi og þá laugardagur eða sunnudagur eða í miðri viku. 

Að loknu Reiki 1stigs námskeiði fær viðkomandi alþjóðlegt skirteini upp á að hafa lokið námskeiðinu 

hefur þar að leiðandi réttindi til að bjóða upp á reikiheilun. En á sama tíma þá er gengið út frá því að 

Sá sem hugsar vel um sjálfan sig er betur stakkbúin til að hugsa um aðra. 

Reiki 1 gefur þér möguleika á að sækja Reiki orkuna sem er Alheimsorka, jákvæð orka sem er ekki 

rafmagn en virkar á allt lifandi. Allt sem hefur líf dregur til sín Reiki orkuna. Ég hugsa þetta stundum 

sem að tengjast ótæmandi orkustöð kærleika. 

Áhrifin sem Reiki hefur á viðkomandi er að það kemur ákveðin vörn varðandi neikvæðni, aukning á 

sjálfsöryggi, Hæfni til að græða og taka verki, Þú vinnur með reikiorkuna til að koma jafnvægi á 

líkamlega og andlega líðan. 


Og sem móðir þá hefur þetta komið sér mjög vel við allskonar smá skrámur, blóðnasi, Svefn og

ofnæmi, og ýmislegt sem komið hefur uppá. Varðandi streitu og kvíða virkar Reiki mjög vel. 

Ég mæli samt alltaf með því að fara til læknis og fá greiningu. Og það er þá hægt að vinna út frá 

henni. Reiki hjálpar bara og vinnur vel með öðru. 

Með því að taka Reiki opnuna þá eykurðu líka þína andlegu næmni en á sama tíma færð vörn. Og 

lærir hvernig þú getur hreinsað heimili þitt og umhverfi af neikvæðri orku.. 

Reiki er bæði fyrirbyggjandi og læknandi. 


Reiki 1 felur í sér að þú færð opnun fyrir að miðla Reiki orkunni í gegnum höfuðstöðina niður í 

gegnum handleggina. Og þetta er opið alltaf og alla æfi. 

Því meiri reiki orku sem er miðlað í gegnum þig því meira færð þu sjálf. Fyrir utan það sem þú 

dregur á þínar orkustöðvar. 



Ég veit alveg að þetta hljómar ótrúlegt en satt, en eftir 19 ár með Reiki þá er þetta orðin 

órjúfanlegur hluti af mér. Hvort sem ég sker mig á hníf við að skera niður papriku og loka sárinu. 

svæfi barnið mitt með því að leggja hendina á sólarplexus. Stoppa blóðnasi hjá barninu mínu eða 

mér, Hjálpa mér að vinna á kvíða eða sofna. Dóttir mín var milli 2 og 3 ára þegar hún fékk gat á 

ennið og ég gat stoppað blóðflæðið strax en fór samt með hana til að sauma saman barmana 

niður á bráðavakt. Eftir nokkra klukkustunda bið þar sem hún lék sér þá var byrjað á því að sprauta 

vökva undir lokað sárið til að hreinsa, þar sem það hafði gróið. 

Það er yndislegt að lifa með Reiki og ég vona að fleiri fái þess aðnjótandi. 


Reiki námskeiðið 2 dagar 1.stig er á 15.000 kr. 

Námskeið í :

Nóvember: 
Helgina 5-6 nóvember 


Desember : 

Helgina 14-15. des.  Reiki 1.stig 

Lámarks fjöldi á hvert námskeið eru 2 þar sem viðkomandi kemur til með að bæði fá að æfa sig 

að gefa fulla heilun og svo fá heila meðferð. 

Ef aðrar helgar henta betur má alltaf samt sem áður hafa samband og aldrei að vita nema 

það sé þarna einhver sem kemst akkurat sömu helgi og þú. Þessu er raðað eftir því hvað hentar 

hverjum og einum. 


Gangi þér vel :) 







Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 102
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 222
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 418088
Samtals gestir: 61802
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 01:34:33

Spáspjall