01.07.2010 01:19

Tengsl líkama og sálar



Ég vil fyrst taka fram að ég er einungis leikmaður í lífinu og get því einungis talað af eigin reynslu og þeirri fræðslu sem ég hef hlotið og þekkingu sem ég hef lesið mér til. Reynnslu sem ég hef gengið í gegnum.

Ég held að flestir geri sér grein fyrir að ef okkur líður vel líkamlega þá líður okkur í flestum tilfellum vel andlega.. Það þarf samt sem áður ekki að tengjast ?

En samt er það nú svo að ef við upplifum okkur sem slöpp og orkulaus og ekki eins og við getum drifið okkur af sófanum eða út úr húsi.. eru góðar líkur á að við þjáumst af næringarskorti.. magn og næring fara ekki endilega saman í fæði.

Svo að taka vítamín, taka B sterkar til dæmis og taka járn gagnvart sleni sérstaklega konur, taka d vítamín sem flesta íslendinga skortir nema þá á sumrinn og taka járn (mæli með í vökvaformi), Stundum kynlíf sem fullnægir okkur.. já sagði stundum kynlíf. Kynlíf og fullnægingar eru okkur eins nauðsynlegt og borða og sofa.. Það er endorfín ásamt fleiri efnum sem ég kann ekki að nefna sem gefur okkur gleðisprautu í kerfið okkar og okkur finnst við vera endurnærð líkamlega og andlega.

Ég fékk nýverið fræðslu frá hjúkrunarfræðing um að flest þunglyndislyf sem gefin eru í dag drepi alla kynhvöt eða getu til að stunda kynlíf eða fá fullnægingu. Spurning hvort við veljum.. lyf eða nátturulegu leiðina til að hressa okkur við.
Þess var einnig getið að fæstir sem noti þessi lyf viti af þessum aukaverkunum.

Hreyfing.. hefur einnig hressandi áhrif á andan og líkamann að afreka að reyna á sig að svitna eða einfaldlega fara út að ganga til að hreinsa hugan finna ferskt loft.. á okkar hraða.

Erum við ekki þess virði að við hugsum vel um okkur sjálf.. það gerir það engin fyrir okkur og engin þekkir okkur eins vel og við sjálf. En við erum einnig okkar harðasti gagnrýnandi í flestum tilfellum.

Ég hugsa um mig fyrir mig  og ætlast til þess sama af þér.

við björgum engum og breytum engum en auðvitað getum við haft áhrif og hjálpað

ákvarðanir um okkur gerast innra með okkur en ekki hið ytra og því berum við ábyrgð á okkur sjálfum og hvernig við vinnum úr okkar aðstöðu og tækifærum í lífinu
viðhorfi okkar gagnvart umhverfi okkar og okkur sjálfum

Horfum við á lífið með neikvæði eða jákvæðni sjáum við upphafði í endanum erum við meðvituð um þau fræ sem við gefum af okkur sem síðar eiga eftir að vaxa

Verum góð við okkur sjálf og sáum fræjum jákvæðni og ánægju án skylirða

Lifum lífinu eins og ef við fengjum aðeins eina tilraun

Hólmfríður

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 602
Gestir í dag: 195
Flettingar í gær: 1495
Gestir í gær: 312
Samtals flettingar: 307654
Samtals gestir: 44635
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 12:54:02

Spáspjall