09.07.2010 15:16

Trúinn og jákvæðninn lætur hlutina gerast
Ég hef oftar en ekki talað um hversu trúinn á aðstoð eða æðri mátt, jákvæðni getur haft áhrif í lífi okkar.

Hef ég þá oftast notað sem dæmi hversu mikill hrakfallabálkur ég er úti á veginum eða með bílana mína. En kannski ekki svo mikill ólukku kráka þar sem ég hef alltaf fengið aðstoð í vandræðum mínum.

Ég er þeirrar trúar að með því að trúa á að allt fari á besta veg þá gerir það það. Eins góðan og hægt er að ætlast til í þeim aðstæðum.

hlutir koma til okkar á sínum tíma og það þýðir ekkert að ýta á eftir þeim eða stöðva.

Nýjasta dæmi um staðfestingu á þessari trú minni var núna í gær þar sem mín var á hraðferð í bæinn og í fyrsta sinn í allri minni keyrslu sprakk á dekki á bílnum.

Ég tek það fram að ég hef aldrei skipt um dekk á bíl.

Ég gerði mig tilbúna til að skipta á mínu fyrsta dekki og tók allar græjur út.. og var ekki búin að tékka bílinn upp þegar jeppi stopaði  og þar steig út maður og spurði hvort mig vantaði aðstoð.

Reyndin varð sú að viðkomandi skipti svo um dekk fyrir mig. Sagði mér nú reyndar að hann hefi verið í samfloti við mig meiri hlutan af leiðinni að norðan og ég hefði skotist fram úr honum einhvern timan á leiðinni. Skipti hann um dekk fyrir mig á met tíma fékk hann og konan hans sem beið á meðan miklar þakkir fyrir.

Því er skemmst frá að segja að ég hef ekki enþá skipt um dekk á bíl en trú mín á hið jákvæða og góða sem vakir yfir okkur og er í okkur , ef við þorum bara að trúa á það.. er til staðar.
 
Það er alla vega duglegt að senda mér aðstoð ef ég þarf á að halda og bið um hana :)

Góða ferð í sumar :)

Hólmfríður

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 331
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 526130
Samtals gestir: 123059
Tölur uppfærðar: 21.9.2021 09:10:51