08.08.2011 00:57

Máttur hugans og æðruleysi

Síðasta árið þá hef ég pælt mikið í Mátt hugans og trúarinar.

Þegar ég tala um trú þá tengi ég það ekki endilega við trúarbrögð.

Það er ákaflega mikilvægt að við trúum, á okkur sjálf, mátt okkar til að hafa áhrif á okkur sjálf og mátt okkar til að hafa áhrif á umhverfi okkar ásamt framtíð.

Það byrjar allt og endar með okkur sjálfum. Líkami okkar og hugur er í raun bara verkfæri sálarinar til að taka út þann lærdóm sem þetta líf á að færa henni.

það er með þessi verkfæri sem önnur að hægt er að gera hin ýmsu listaverk og nytjahluti ef beit er á réttan hátt, og endalaus verkefni sem leysa má. Auðvitað virka verkfærinn best þegar vel er haldið utan um þau og þeim haldið við, og jafnvel betri þegar þeim er beit af ákveðnum vilja og með tilgangi. Við æfum okkur endalaust með þessum verkfærum og náum betra valdi á þeirri sköpun og takmarkalausu möguleikum sem þau skapa okkur í lærdómi og sköpun.

Það er engum að kenna eða nein afsökun nógu góð til að afsaka að við séum í aðstöðu sem við erum ekki sátt við.

Það tekur engin af okkur máttinn sem í huganum býr, Það er aftur á móti hægt að kenna okkur að vanmeta eigin mátt. Og við lærum það sem fyrir okkur er haft.

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 518
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 311904
Samtals gestir: 45326
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 00:10:42

Spáspjall