02.07.2013 02:49

Hin ósýnilega girðing

þegar okkur dreymir hús þá ber að skoða hvaða hluta hússins okkur dreymir og hvað erum við að gera þar. 
Húsið stendur fyrir okkur sjálf. Ef við erum að grafa í kjallaranum þá erum við að vinna í rótarstöðinni okkar sem er neðst. Ég fór inn á háaloft í húsi um daginn og þar voru þröngar dyr sem mér tókst svo að opna með gamaldags beygluhurð. ég er sem sagt að vinna í Topstykkinu og að stækka þá hurð sem þar er fyrir með gömlum aðferðum. 


Þar fyrir innan var maður að baka brauð sem mér þóttu nú heldur stór og óvenjuleg. Verður að koma í ljós hvað það þýðir :) 

En Talandi um hús þá í mörgum tilfellum er grindverk í kringum hús og þessi grindverk girða af svæði í kringum húsið sem ætlað er til einkanota fyrir íbúa húsins. 

Ekki er það nú alltaf svo að allir beri virðingu fyrir þessari girðingu og fara inn á þetta einkasvæði án þess að hirða um greinilegar girðingar og hlið. 

En Eigendur húsins ráða nú líka hvort þeir leyfi þessum óboðnu gestum að ganga lausum á þeirra einkasvæði. Það jú má alveg bjóða fólk velkomið á einkasvæðið. En það má nú samt ekki gera ráð fyrir að því sé frjálst að koma á það svæði á hvaða tíma sólahrings sem er í framtíðinni. Það þarf ekki að vera að þessir gestir séu eitthvað verri en aðrir heldur einfaldlega að þetta er einkasvæði og þar eiga ekki óboðnir gestir að koma og þá boðnir gestir á þeim tíma sem þeim er boðið. 

Ef eigandi hirðir ekki um að girða sitt einkasvæði í kringum húsið (sjálfan sig) er hætt við að hver sem er gangi yfir hans einkasvæði og geri það sem hann vilji. Það er voða erfitt að rækta upp garð sem aldrei er í hvíld frá hugsanlegri áreitni. 

Við mannfólkið erum soldið eins og þetta hús. Sum okkar vitum stundum ekki hvar garðurinn okkar endar og annara byrjar og svo er þetta að þótt girðinginn sé uppi þá er henni ekki viðhaldið og hver sem er getur komið inn fyrir hliðið án þess að við segjum neitt og jafnvel losað sig þar við rusl sem er svo í okkar verkahring að hreinsa upp ef við viljum að okkar einkasvæði sé sæmilega útlítandi og geti vaxið og dafnað. 

Ef ég vil fá að vera ein i garðinum mínum að sóla mig ..kemur það engum við.. Ég er í garðinum mínum. Og sama á við um nágranna minn. Þegar við mætum nýju fólki á gangi í götunni okkar.. mætum því við hliðið en ekki inn i stofunni okkar. tökum okkur tíma við girðinguna og setjum umgengis reglur innan okkar svæðiðs og virðum reglur annara þegar við erum hinum megin við hliðið. 

Láttum það ganga fyrir að ditta að húsinu okkar og girðingu, leyfum einkasvæðinu okkar garðinum að fá tækifæri til að dafna og stöndum vörð um girðinguna okkar og mörk sem gefur línuna hvar fólk má standa. 


Heima er best :) 

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 25
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 533638
Samtals gestir: 124391
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 16:53:06