14.07.2013 14:18

Hver er sterkur?

Eða skulum við segja hvað er að vera sterkur? 

Hvað er að hafa styrkleika? en þá getum við líka sagt hvað er að hafa veikleika? Getur veikleiki snúist upp í styrkleika. 

Amma mín hefur til dæmis ótrúlegan styrkleika, alveg sama hvað hefur gengið á alltaf heldur hún ró sinni og kemst í gegnum hvern ólgusjóinn. 

Er það ekki styrkleiki hennar að hafa alltaf til mat handa svöngu liði hugsa um heimili og tryggja að öðrum líði vel. 

Er það ekki heilmikið verk ? Þetta úthald að sama hvað kemur inn um dyrnar þínar að halda áfram og gefast ekki upp. 

En er það ekki líka styrkleiki að geta sagt nei nú er nóg komið. Þekkja sín mörk og verja þau. 


Er það ekki styrkleiki að geta verið til án þess að þurfa að velta fyrir sér viðhorfi annara eða skoðunum gangvart því. 

Að vera sjálfstæð eining. Margar sjálfstæðar einingar geta byggt upp saman. Eins og sterkur múrsteins veggur, við þurfum bara að hafa gott lím sem heldur okkur saman. 

lím eins og virðingu, sjálfsvirðingu, umhyggju og kærleika. Það er hægt að brjóta niður vegginn og leyfa honum að standa en við verðum samt alltaf múrsteinar sem erum einstakir en samt hluti af heild. 

Hver er þinn styrkleiki? 

Eldra efni

Flokkar:

Flettingar í dag: 450
Gestir í dag: 96
Flettingar í gær: 1142
Gestir í gær: 250
Samtals flettingar: 308644
Samtals gestir: 44786
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 15:53:35

Spáspjall